Innlent

Tvær franskar konur gripnar við kannabisneyslu á Sogni

Jakob Bjarnar skrifar
Tvær franskar konur, fangar á Sogni, voru gripnar við kannabisneyslu en vegna plássleysis er ekki hægt að hegna þeim fyrir brotið.
Tvær franskar konur, fangar á Sogni, voru gripnar við kannabisneyslu en vegna plássleysis er ekki hægt að hegna þeim fyrir brotið.
Tvær ungar franskar konur sem nú dvelja sem fangar að Sogni mældust jákvæðar vegna kannabisneyslu nýverið. Þessar konur voru gripnar við að flytja fíkniefni til landsins.

Nokkur urgur er meðal fanga því brot þeirra er refsilaust; þær voru ekki fluttar í lokað fangelsi en alla jafna er gripið til þess þegar fangar í opnum fangelsum brjóta af sér.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að oft lendi fangelsismálayfirvöld í vandræðum eða að flytja fanga úr opnum í lokuð fangelsi vegna plássleysis. „Vinna okkar er ekki auðveldari þegar um er að ræða konur. Enda ekkert slíkt fangelsi til í augnablikinu,“ segir Páll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×