Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna keyra niður virðingu Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 16. desember 2015 13:50 Önnur umræða fjárlega hefur staðið í rúmar 74 klukkustundir. Bjarni segir virðingu Alþingis í spíral niður á við. Fjármálaráðherra segir aðra umræðu fjárlaga vera fyrir löngu tæmda en hún stóð fram til klukkan þrjú í nótt og var framhaldið á Alþingi í morgun. Stjórnarandstaðan segir umræðuna snúast um að fá stjórnarmeirihlutann til að bæta kjör lífeyrisþega, auka framlög til Landspítalans og tryggja fjármögnun Ríkisútvarpsins. Ekkert lát er á annarri umræðu fjárlaga sem rétt fyrir hádegi hafði staðið rúmar 74 klukkustundir og slegið fyrra met þáverandi stjórnarandstöðu frá árinu 2012 sem var 51 klukkustund. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir vonandi langt í að þetta met í umræðum verði slegið aftur en tillaga forseta þingsins um enn einn kvöldfundinn í dag var samþykkt á þinginu í morgun. „Ég skora hins vegar á stjórnarandstöðuna að að láta nú af þessum gamaldags vinnubrögðum, setjast niður og gefa það upp hvenær þeir hyggist enda þessa umræðu. Hvenær hyggjast þeir hætta annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið og ganga hér til lýðræðislegrar atkvæðagreiðslu,“ spurði Ásmundur Einar. Þá er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra orðinn þreyttur á umræðunni þótt hann hafi ekki tekið mikið þátt í henni sjálfur. Hann segir umræðuna efnislega tæmda en ekki sé hægt að treysta því að þetta umræðumet standi lengi. „Það sem er að gerast er að menn eru í spíral niður á við. Niður á við með þingið í virðingu gagnvart gagnvart þjóðinni. Sjálfsvirðing þingsins er í fallandi spíral niður á við. Menn eru í algerri sjálfheldu hér og meðan menn eru í þessum spíral niður á við getur enginn fullyrt að við séum búin að finna botninn,“ sagði Bjarni. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði efnisleg rök fyrir lengd umræðunnar. Stjórnarandstaðan hafi viljað gefa stjórnarþingmönnum færi á að skipta um skoðun varðandi kjör lífeyrisþega. „Við höfum fengið það skýrt frá hæstvirtum fjármálaráðherra að hann vill setja þá skör lægra en launafólk. Við höfum viljað gefa stjórnarmeirihlutanum færi á að sjá að sér hvað varðar að tryggja Landspítalanum fullnægjandi fjármagn í samræmi við óskir yfirstjórnar hans. Því miður er ekki að sjá að stjórnarmeirihlutinn sé að sjá að sér þar. Í þriðja lagi höfum við viljað skapa svigrúm fyrir hæstvirtan menntamálaráðherra til að koma hér fram með breytingar hvað varðar Ríkisútvarpið,“ sagði Árni Páll. Ekki liggur fyrir hvað stjórnarandstaðan ætlar sér að tala lengi til að þrýsta á stjórnarmeirihlutann en eins og áður sagði var samþykkt í morgun að funda fram á kvöld ef á þyrfti að halda. „En einhvern tíma hljótum við líka að sjá að það er fullreynt,“ sagði Árni Páll Árnason. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir aðra umræðu fjárlaga vera fyrir löngu tæmda en hún stóð fram til klukkan þrjú í nótt og var framhaldið á Alþingi í morgun. Stjórnarandstaðan segir umræðuna snúast um að fá stjórnarmeirihlutann til að bæta kjör lífeyrisþega, auka framlög til Landspítalans og tryggja fjármögnun Ríkisútvarpsins. Ekkert lát er á annarri umræðu fjárlaga sem rétt fyrir hádegi hafði staðið rúmar 74 klukkustundir og slegið fyrra met þáverandi stjórnarandstöðu frá árinu 2012 sem var 51 klukkustund. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir vonandi langt í að þetta met í umræðum verði slegið aftur en tillaga forseta þingsins um enn einn kvöldfundinn í dag var samþykkt á þinginu í morgun. „Ég skora hins vegar á stjórnarandstöðuna að að láta nú af þessum gamaldags vinnubrögðum, setjast niður og gefa það upp hvenær þeir hyggist enda þessa umræðu. Hvenær hyggjast þeir hætta annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið og ganga hér til lýðræðislegrar atkvæðagreiðslu,“ spurði Ásmundur Einar. Þá er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra orðinn þreyttur á umræðunni þótt hann hafi ekki tekið mikið þátt í henni sjálfur. Hann segir umræðuna efnislega tæmda en ekki sé hægt að treysta því að þetta umræðumet standi lengi. „Það sem er að gerast er að menn eru í spíral niður á við. Niður á við með þingið í virðingu gagnvart gagnvart þjóðinni. Sjálfsvirðing þingsins er í fallandi spíral niður á við. Menn eru í algerri sjálfheldu hér og meðan menn eru í þessum spíral niður á við getur enginn fullyrt að við séum búin að finna botninn,“ sagði Bjarni. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði efnisleg rök fyrir lengd umræðunnar. Stjórnarandstaðan hafi viljað gefa stjórnarþingmönnum færi á að skipta um skoðun varðandi kjör lífeyrisþega. „Við höfum fengið það skýrt frá hæstvirtum fjármálaráðherra að hann vill setja þá skör lægra en launafólk. Við höfum viljað gefa stjórnarmeirihlutanum færi á að sjá að sér hvað varðar að tryggja Landspítalanum fullnægjandi fjármagn í samræmi við óskir yfirstjórnar hans. Því miður er ekki að sjá að stjórnarmeirihlutinn sé að sjá að sér þar. Í þriðja lagi höfum við viljað skapa svigrúm fyrir hæstvirtan menntamálaráðherra til að koma hér fram með breytingar hvað varðar Ríkisútvarpið,“ sagði Árni Páll. Ekki liggur fyrir hvað stjórnarandstaðan ætlar sér að tala lengi til að þrýsta á stjórnarmeirihlutann en eins og áður sagði var samþykkt í morgun að funda fram á kvöld ef á þyrfti að halda. „En einhvern tíma hljótum við líka að sjá að það er fullreynt,“ sagði Árni Páll Árnason.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira