Fá forgang til að reisa heilsulind í Ölfusdal Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2015 07:00 "Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. fréttablaðið/vilhelm „Við erum afskaplega ánægð með áhugann sem aðilar sýna Hveragerði og höfum beðið eftir því að einhver sjái möguleika á frekari uppbyggingu á staðnum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, um nýsamþykkta beiðni frá félaginu First ehf. um sex mánaða forgang að byggingarlóð í Ölfusdal til byggingar heilsulindar. „Hugmyndin samrýmist vel stefnu bæjarfélagsins um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu,“ segir Aldís. Bæjarráð Hvergerðis samþykkti beiðnina á fundi sínum á dögunum. „Það er frábært að einstaklingar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hveragerði hefur,“ segir Aldís sem vonast til þess að verkefnið verði að veruleika. „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt. Það er búið að gróðursetja tugþúsundir trjáa og það stefnir allt í að þetta verði ferðaparadís.“Ólafur SigurðssonÓlafur Sigurðsson, markaðs- og þróunarstjóri First ehf., segir að félagið hafi um nokkurt skeið unnið að skoðun á þeim möguleika að setja upp heilsulind á Íslandi. „Ölfusdalur þótti álitlegur kostur til að staðsetja slíka starfsemi og eru margar ástæður fyrir því,“ segir Ólafur og nefnir góða staðsetningu dalsins sem dæmi. „Hveragerði er í leiðinni á marga ferðamannastaði og svo er mikið af fallegum gönguleiðum þarna.“ Nánar ganga hugmyndir First ehf. út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ segir hann. Undirbúningsvinna verkefnisins er langt komin og að sögn Ólafs er unnið að verkefninu í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Ólafur segir að bankar og aðrir fjármögnunaraðilar hafi tekið vel í hugmyndirnar og að heildarfjárfesting sé áætluð um það bil einn og hálfur milljarður. „Í dag heimsækja 150.000 gestir dalinn á ári og við reiknum með því að fá 225.000 gesti á ári til okkar,“ segir Ólafur og bætir við að markhópurinn sé einstaklingar á aldrinum átján til fimmtíu ára. „Þetta verður unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn snýr að bílastæðum og þjónustuhúsi sem mun rísa á svæðinu. Annar áfangi er böðin og sá þriðji er að byggja hostelið,“ segir Ólafur sem stefnir að því að svæðið verði tilbúið í maí árið 2017. Ath. Fyrirsögn fréttarinnar var breytt 15.48. Þar sem áður stóð að heilsulind væri áformuð í Reykjadal stendur nú að heilsulindin eigi að vera í Ölfusdal - eins og stendur í meginmáli fréttarinnar. Um er að ræða svæði við upphaf gönguleiðar í Reykjadal. Við breytinguna á fyrirsögninni falla því miður út athugasemdir sem lesendur hafa gert við fréttina. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
„Við erum afskaplega ánægð með áhugann sem aðilar sýna Hveragerði og höfum beðið eftir því að einhver sjái möguleika á frekari uppbyggingu á staðnum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ, um nýsamþykkta beiðni frá félaginu First ehf. um sex mánaða forgang að byggingarlóð í Ölfusdal til byggingar heilsulindar. „Hugmyndin samrýmist vel stefnu bæjarfélagsins um uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu,“ segir Aldís. Bæjarráð Hvergerðis samþykkti beiðnina á fundi sínum á dögunum. „Það er frábært að einstaklingar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hveragerði hefur,“ segir Aldís sem vonast til þess að verkefnið verði að veruleika. „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt. Það er búið að gróðursetja tugþúsundir trjáa og það stefnir allt í að þetta verði ferðaparadís.“Ólafur SigurðssonÓlafur Sigurðsson, markaðs- og þróunarstjóri First ehf., segir að félagið hafi um nokkurt skeið unnið að skoðun á þeim möguleika að setja upp heilsulind á Íslandi. „Ölfusdalur þótti álitlegur kostur til að staðsetja slíka starfsemi og eru margar ástæður fyrir því,“ segir Ólafur og nefnir góða staðsetningu dalsins sem dæmi. „Hveragerði er í leiðinni á marga ferðamannastaði og svo er mikið af fallegum gönguleiðum þarna.“ Nánar ganga hugmyndir First ehf. út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ segir hann. Undirbúningsvinna verkefnisins er langt komin og að sögn Ólafs er unnið að verkefninu í samstarfi við Eflu verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Ólafur segir að bankar og aðrir fjármögnunaraðilar hafi tekið vel í hugmyndirnar og að heildarfjárfesting sé áætluð um það bil einn og hálfur milljarður. „Í dag heimsækja 150.000 gestir dalinn á ári og við reiknum með því að fá 225.000 gesti á ári til okkar,“ segir Ólafur og bætir við að markhópurinn sé einstaklingar á aldrinum átján til fimmtíu ára. „Þetta verður unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn snýr að bílastæðum og þjónustuhúsi sem mun rísa á svæðinu. Annar áfangi er böðin og sá þriðji er að byggja hostelið,“ segir Ólafur sem stefnir að því að svæðið verði tilbúið í maí árið 2017. Ath. Fyrirsögn fréttarinnar var breytt 15.48. Þar sem áður stóð að heilsulind væri áformuð í Reykjadal stendur nú að heilsulindin eigi að vera í Ölfusdal - eins og stendur í meginmáli fréttarinnar. Um er að ræða svæði við upphaf gönguleiðar í Reykjadal. Við breytinguna á fyrirsögninni falla því miður út athugasemdir sem lesendur hafa gert við fréttina.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“