Hafa heimildir til að veiða 383 hvali Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júlí 2015 20:00 Hvalveiðivertíðin er nú í hámarki og snemma í morgun komu Hvalur 8 og 9 að landi í Hvalfirði með langreyðar. Kristján Loftsson forstjóri og eigandi Hvals hf. vildi ekki hleypa tökumanni og fréttamanni Stöðvar 2 inn í hvalveiðistöðina í morgun til að mynda þegar gert var að dýrunum og þurfti því tökumaður að koma sér fyrir á hæð fyrir ofan hvalveiðistöðina og mynda úr fjarlægð með aðdráttarlinsu. Meðan starfsmenn Hvals hf. gerðu að dýrunum höfðu nokkrir ferðamenn komið sér fyrir á sama stað og tóku myndir en hvalveiðar Íslendinga þykja mjög umdeildar á alþjóðavettvangi. Veiddar hafa verið 36 langreyðar á þessari vertíð en á sama tíma í fyrra höfðu verið veidd 40 dýr. Mest af kjötinu úr þessum dýrum er selt til Japans. Á grundvelli tilmæla Hafrannsóknarstofnunar gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út leyfi til að veiða 154 langreyðar og 229 hrefnur á yfirstandandi vertíð. Þetta er það hámark sem Hafrannsóknarstofnun telur heimilt að veiða til að tryggja sjálfbýra nýtingu á stofnunum.Gísli A. Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.365/Þorbjörn Þórðarson„Við teljum að þetta sé mjög varfærið mat og þetta er örugglega sjálfbært til lengri tíma litið. Þetta er endurskoðað á hverju ári og yfirfarið af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins og NAMMCO (innsk. Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðið),“ segir Gísli A. Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Þau rök voru færð fyrir hvalveiðum þegar Íslendingar hófu að nýju veiðar á hvölum, fyrst í vísindaskyni og síðar árið 2006 í atvinnuskyni, að veiðarnar væru nauðsynlegar til að tryggja jafnvægi í lífríki sjávar í kringum Ísland. Eiga þessi rök ekki jafn mikið við nú og þá? „Jú, þau eiga eflaust jafn mikið við. Hins vegar er mjög flókið spursmál, sem er mjög erfitt að svara til hlítar hvernig þetta samspil virkar í sjónum. Það er svo sem ekkert í hendi með það, eitthvað ákveðið, sem við getum sagt í því sambandi um samspil milli fiskistofna og hvala,“ segir Gísli. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Hvalveiðivertíðin er nú í hámarki og snemma í morgun komu Hvalur 8 og 9 að landi í Hvalfirði með langreyðar. Kristján Loftsson forstjóri og eigandi Hvals hf. vildi ekki hleypa tökumanni og fréttamanni Stöðvar 2 inn í hvalveiðistöðina í morgun til að mynda þegar gert var að dýrunum og þurfti því tökumaður að koma sér fyrir á hæð fyrir ofan hvalveiðistöðina og mynda úr fjarlægð með aðdráttarlinsu. Meðan starfsmenn Hvals hf. gerðu að dýrunum höfðu nokkrir ferðamenn komið sér fyrir á sama stað og tóku myndir en hvalveiðar Íslendinga þykja mjög umdeildar á alþjóðavettvangi. Veiddar hafa verið 36 langreyðar á þessari vertíð en á sama tíma í fyrra höfðu verið veidd 40 dýr. Mest af kjötinu úr þessum dýrum er selt til Japans. Á grundvelli tilmæla Hafrannsóknarstofnunar gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út leyfi til að veiða 154 langreyðar og 229 hrefnur á yfirstandandi vertíð. Þetta er það hámark sem Hafrannsóknarstofnun telur heimilt að veiða til að tryggja sjálfbýra nýtingu á stofnunum.Gísli A. Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.365/Þorbjörn Þórðarson„Við teljum að þetta sé mjög varfærið mat og þetta er örugglega sjálfbært til lengri tíma litið. Þetta er endurskoðað á hverju ári og yfirfarið af vísindanefndum Alþjóðahvalveiðiráðsins og NAMMCO (innsk. Norður-Atlantshafs sjávarspendýraráðið),“ segir Gísli A. Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun.Þau rök voru færð fyrir hvalveiðum þegar Íslendingar hófu að nýju veiðar á hvölum, fyrst í vísindaskyni og síðar árið 2006 í atvinnuskyni, að veiðarnar væru nauðsynlegar til að tryggja jafnvægi í lífríki sjávar í kringum Ísland. Eiga þessi rök ekki jafn mikið við nú og þá? „Jú, þau eiga eflaust jafn mikið við. Hins vegar er mjög flókið spursmál, sem er mjög erfitt að svara til hlítar hvernig þetta samspil virkar í sjónum. Það er svo sem ekkert í hendi með það, eitthvað ákveðið, sem við getum sagt í því sambandi um samspil milli fiskistofna og hvala,“ segir Gísli.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira