Blendin viðbrögð við sýningu Bjarkar BIrgir Olgeirsson og Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 6. mars 2015 09:00 Ekki eru allir gangrýnendur á sama máli um ágæti sýningar Bjarkar á nýlistasafninu. Vísir Sýning tileinkuð ferli Bjarkar Guðmundsdóttur var opnuð í nýlistasafninu í New York í Bandaríkjunum um liðna helgi. Sýningin hefur vakið blendin viðbrögð hjá gagnrýnendum sem ýumist lofa hana eða lasta. Jóní Jónsdóttir, einn meðlima Gjörningaklúbbsins, sem hönnuðu búning Bjarkar fyrir Volta plötuumslagið, var stödd úti í New York á viðhafnaropnun sýningarinnar. Um gagnrýnina segir hún þetta: „Það er auðvitað margt sem er hægt að gagnrýna, en ég held líka að þetta hafi verið ákveðið moment að hafa svona „popicon“ inni í listasafni. Því er kannski eðlilegt að þetta sé gagnrýnt. Þetta er líka mögulega visst skref fyrir tónlist og myndlist, því þarna er línan að verða ósýnilegri,“ segir Jóní. Þær stöllur í Gjörningaklúbbnum fengu góð viðbrögð við sínu verki á sýningunni. „Við erum bara mjög ánægðar með okkar hlut og fengum mjög góð og jákvæð viðbrögð á okkar verk,“ segir Jóní og bætir við: „Þarna voru líka samankomið allt fólkið hennar Bjarkar og allir þeir hönnuðir sem hafa unnið með henni eins og Bernhard Wilhelm, Marjan Pejoski og þau hjá Three as Four, svo það var mjög mikill heiður fyrir okkur að vera þarna,“ segir hún. Þrátt fyrir gagnrýnina segir Jóní að það verði enginn svikinn af því að sjá sýninguna.Gínurnar í búning Gjörningaklúbbsins á sýningunni á MoMaVísir Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian fer ekki fögrum orðum um sýninguna og hafði þetta að segja um hana; „Kannski fáum við í náinni framtíð sýningu sem segir frá því hvernig kona frá einu minnsta landi heims fóstraði heila kynslóð af hönnuðum, kvikmyndagerðarmönnum og tónlistarmönnum á meðan hún afmáði skilin á milli fagrar listar og poppmenningar. En Björk - sem er heiti sýningarinnar, segir ekki þessa sögu. Hún er skringilega metnaðarlaus án rökréttrar hugsunar,“ skrifar Jason Farago fyrir The Guardian. Hann segir það furðulega við þetta allt saman að sýningin sé þess virði að sjá. „Þrátt fyrir öll vonbrigðin þá eru þarna sýnishorn sem gefa til kynna af hverju þessi sýning var sett upp og hvernig hún hefði getað orðið,“ skrifar Farago. Ryu Spaeth fyrir tíamritið The Week var ekki alls sáttur með sýninguna, en heillaðist af tónlistarhluta hennar. „Tónlistin er dásamlega hávær og skellur á þér úr öllum áttum, líkt og ég ímynda mér hvernig það sé að vera lokaður inn í magnara Kevin Shields.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Sýning tileinkuð ferli Bjarkar Guðmundsdóttur var opnuð í nýlistasafninu í New York í Bandaríkjunum um liðna helgi. Sýningin hefur vakið blendin viðbrögð hjá gagnrýnendum sem ýumist lofa hana eða lasta. Jóní Jónsdóttir, einn meðlima Gjörningaklúbbsins, sem hönnuðu búning Bjarkar fyrir Volta plötuumslagið, var stödd úti í New York á viðhafnaropnun sýningarinnar. Um gagnrýnina segir hún þetta: „Það er auðvitað margt sem er hægt að gagnrýna, en ég held líka að þetta hafi verið ákveðið moment að hafa svona „popicon“ inni í listasafni. Því er kannski eðlilegt að þetta sé gagnrýnt. Þetta er líka mögulega visst skref fyrir tónlist og myndlist, því þarna er línan að verða ósýnilegri,“ segir Jóní. Þær stöllur í Gjörningaklúbbnum fengu góð viðbrögð við sínu verki á sýningunni. „Við erum bara mjög ánægðar með okkar hlut og fengum mjög góð og jákvæð viðbrögð á okkar verk,“ segir Jóní og bætir við: „Þarna voru líka samankomið allt fólkið hennar Bjarkar og allir þeir hönnuðir sem hafa unnið með henni eins og Bernhard Wilhelm, Marjan Pejoski og þau hjá Three as Four, svo það var mjög mikill heiður fyrir okkur að vera þarna,“ segir hún. Þrátt fyrir gagnrýnina segir Jóní að það verði enginn svikinn af því að sjá sýninguna.Gínurnar í búning Gjörningaklúbbsins á sýningunni á MoMaVísir Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian fer ekki fögrum orðum um sýninguna og hafði þetta að segja um hana; „Kannski fáum við í náinni framtíð sýningu sem segir frá því hvernig kona frá einu minnsta landi heims fóstraði heila kynslóð af hönnuðum, kvikmyndagerðarmönnum og tónlistarmönnum á meðan hún afmáði skilin á milli fagrar listar og poppmenningar. En Björk - sem er heiti sýningarinnar, segir ekki þessa sögu. Hún er skringilega metnaðarlaus án rökréttrar hugsunar,“ skrifar Jason Farago fyrir The Guardian. Hann segir það furðulega við þetta allt saman að sýningin sé þess virði að sjá. „Þrátt fyrir öll vonbrigðin þá eru þarna sýnishorn sem gefa til kynna af hverju þessi sýning var sett upp og hvernig hún hefði getað orðið,“ skrifar Farago. Ryu Spaeth fyrir tíamritið The Week var ekki alls sáttur með sýninguna, en heillaðist af tónlistarhluta hennar. „Tónlistin er dásamlega hávær og skellur á þér úr öllum áttum, líkt og ég ímynda mér hvernig það sé að vera lokaður inn í magnara Kevin Shields.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira