Erum við í ruglinu? – Svarið er JÁ… Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir ritaði grein um skipulagsmál í Fréttablaðinu 19. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Erum við í ruglinu?“ Eftir lestur þessarar greinar og skoðunar á því sem að baki liggur verð ég að hryggja Kristínu Soffíu með þeirri niðurstöðu minni, að meirihlutinn í Reykjavík sé í ruglinu! Ástæða fyrir þessum skrifum borgarfulltrúans eru áform meirihluta borgarstjórnar um að þrengja Grensásveg. Forsendur þessa eru sagðar óskir íbúa, en þær ekki skýrðar nánar. Mér er mjög til efs, að íbúar hafi óskað sérstaklega eftir þrengingu götunnar. Það væri þá eitthvað nýtt. Vísað er til þess að Grensásvegur skeri í sundur skólahverfi. Það var ekki raunin fyrr en síðasti meirihluti þröngvaði fram sameiningu skóla vítt og breitt í Reykjavík, sem m.a. orsakaði að nemendur þurfa að fara lengri og torveldari leiðir til skóla en áður, þar með yfir Grensásveg. Haldið er á lofti að ekki sé þörf á fjórum akreinum. Engar alvöruumferðartalningar hafa farið fram á þessum hluta Grensásvegar, heldur sniðtalningar við gatnamót, sú síðasta árið 2011. Allt sem borgarfulltrúinn vísar til eru mat, útreikningar og bollaleggingar út frá þeim gögnum, en ekki rauntalningar. Þær vísbendingar sýna þó, að Grensásvegur er á jaðri þess að þurfa tvær akreinar í hvora átt, sérstaklega vegna þess, að hann er helsta aðkomuleið sjúkraflutninga að bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Þá er slysasaga Grensásvegar ein sú besta í borginni. Sorglegast er þó að sjá borgarfulltrúann hreykja sér af ávinningi aðgerða við Borgartún, þar sem öll markmið hafi náðst í þrengingu þeirrar götu, sem greinilega var það sem fyrir meirihlutanum vakti. Þetta er gert með því að nota prósentur, nokkuð sem aldrei hefur tekist vel hjá stjórnmálamönnum þegar þeir vilja afvegaleiða með því að birta ekki rauntölur. Með þannig töfrabrögðum má sýna fram á „algjöra sprengingu“ eins og borgarfulltrúinn reynir, en með sömu aðferðum má gera það á fleiri vegu.Aukin bílaumferð Þegar tölurnar á bak við prósenturnar eru skoðaðar, kemur í ljós að sprengingin er ekki síður í aukningu bílaumferðar í Borgartúni, sem er þvert á markmið meirihlutans. Prósenturnar eru nefnilega byggðar á talningum og staðreyndum. Þær sýna fjölgun hjólandi milli 2013 og 2014 úr 49 í 266, eða 217 vegfarendur. Samkvæmt talningum Strætó bs. fjölgaði farþegum hjá þeim um 54. Á sama tíma er fjölgun bílaumferðar 702, úr 17.252 bílum í 17.955, sem er meiri sprenging í fjölda, en borgarfulltrúinn kýs að nefna bara hlutfallstölur, markmiðum sínum í hag… Eini alvörumælikvarðinn á umferðarmálin í Borgartúni er fjöldi notenda eftir vegfarendahópum. Staðreyndin er að bílaumferðin er 96,81% árið 2014, sem er fækkun upp á 1,4% frá 2013 þegar bílaumferðin var 98,17%. Á sama tíma eru farþegar Strætó 1,76% og reiðhjól 1,43% af umferðinni, með aukningu úr 0,28% frá 2013. Það er því ljóst, að helstu notendur Borgartúns eru þeir sem nota fjölskyldubílinn sem samgönguform, óháð óskhyggju núverandi meirihluta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu til lausnar fyrir alla vegfarendahópa á Grensásvegi, án þess að skerða hlut þeirra sem aka um götuna, en auka aðgengi og öryggi hjólandi og gangandi. Það var fellt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur af núverandi meirihluta, án umræðna og enn síður faglegrar umfjöllunar. Það sýnir markmið meirihlutans, sem er eingöngu þrengingar að einum samgöngumáta en ekki að horfa á skynsamlegar lausnir fyrir alla vegfarendur, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins. Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núverandi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og gott að borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. Vonandi að fleiri borgarfulltrúar meirihlutans geri það líka, áður en fleiri axarsköft verða gerð í umferðarmálum Reykjavíkur, eins og nýleg dæmi sanna. Næg verkefni liggja nú fyrir í þjónustu við borgarbúa í formi malbikunar og holufyllinga, sem er mun mikilvægara en þrengingadraumar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir ritaði grein um skipulagsmál í Fréttablaðinu 19. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Erum við í ruglinu?“ Eftir lestur þessarar greinar og skoðunar á því sem að baki liggur verð ég að hryggja Kristínu Soffíu með þeirri niðurstöðu minni, að meirihlutinn í Reykjavík sé í ruglinu! Ástæða fyrir þessum skrifum borgarfulltrúans eru áform meirihluta borgarstjórnar um að þrengja Grensásveg. Forsendur þessa eru sagðar óskir íbúa, en þær ekki skýrðar nánar. Mér er mjög til efs, að íbúar hafi óskað sérstaklega eftir þrengingu götunnar. Það væri þá eitthvað nýtt. Vísað er til þess að Grensásvegur skeri í sundur skólahverfi. Það var ekki raunin fyrr en síðasti meirihluti þröngvaði fram sameiningu skóla vítt og breitt í Reykjavík, sem m.a. orsakaði að nemendur þurfa að fara lengri og torveldari leiðir til skóla en áður, þar með yfir Grensásveg. Haldið er á lofti að ekki sé þörf á fjórum akreinum. Engar alvöruumferðartalningar hafa farið fram á þessum hluta Grensásvegar, heldur sniðtalningar við gatnamót, sú síðasta árið 2011. Allt sem borgarfulltrúinn vísar til eru mat, útreikningar og bollaleggingar út frá þeim gögnum, en ekki rauntalningar. Þær vísbendingar sýna þó, að Grensásvegur er á jaðri þess að þurfa tvær akreinar í hvora átt, sérstaklega vegna þess, að hann er helsta aðkomuleið sjúkraflutninga að bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Þá er slysasaga Grensásvegar ein sú besta í borginni. Sorglegast er þó að sjá borgarfulltrúann hreykja sér af ávinningi aðgerða við Borgartún, þar sem öll markmið hafi náðst í þrengingu þeirrar götu, sem greinilega var það sem fyrir meirihlutanum vakti. Þetta er gert með því að nota prósentur, nokkuð sem aldrei hefur tekist vel hjá stjórnmálamönnum þegar þeir vilja afvegaleiða með því að birta ekki rauntölur. Með þannig töfrabrögðum má sýna fram á „algjöra sprengingu“ eins og borgarfulltrúinn reynir, en með sömu aðferðum má gera það á fleiri vegu.Aukin bílaumferð Þegar tölurnar á bak við prósenturnar eru skoðaðar, kemur í ljós að sprengingin er ekki síður í aukningu bílaumferðar í Borgartúni, sem er þvert á markmið meirihlutans. Prósenturnar eru nefnilega byggðar á talningum og staðreyndum. Þær sýna fjölgun hjólandi milli 2013 og 2014 úr 49 í 266, eða 217 vegfarendur. Samkvæmt talningum Strætó bs. fjölgaði farþegum hjá þeim um 54. Á sama tíma er fjölgun bílaumferðar 702, úr 17.252 bílum í 17.955, sem er meiri sprenging í fjölda, en borgarfulltrúinn kýs að nefna bara hlutfallstölur, markmiðum sínum í hag… Eini alvörumælikvarðinn á umferðarmálin í Borgartúni er fjöldi notenda eftir vegfarendahópum. Staðreyndin er að bílaumferðin er 96,81% árið 2014, sem er fækkun upp á 1,4% frá 2013 þegar bílaumferðin var 98,17%. Á sama tíma eru farþegar Strætó 1,76% og reiðhjól 1,43% af umferðinni, með aukningu úr 0,28% frá 2013. Það er því ljóst, að helstu notendur Borgartúns eru þeir sem nota fjölskyldubílinn sem samgönguform, óháð óskhyggju núverandi meirihluta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu til lausnar fyrir alla vegfarendahópa á Grensásvegi, án þess að skerða hlut þeirra sem aka um götuna, en auka aðgengi og öryggi hjólandi og gangandi. Það var fellt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur af núverandi meirihluta, án umræðna og enn síður faglegrar umfjöllunar. Það sýnir markmið meirihlutans, sem er eingöngu þrengingar að einum samgöngumáta en ekki að horfa á skynsamlegar lausnir fyrir alla vegfarendur, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins. Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núverandi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og gott að borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. Vonandi að fleiri borgarfulltrúar meirihlutans geri það líka, áður en fleiri axarsköft verða gerð í umferðarmálum Reykjavíkur, eins og nýleg dæmi sanna. Næg verkefni liggja nú fyrir í þjónustu við borgarbúa í formi malbikunar og holufyllinga, sem er mun mikilvægara en þrengingadraumar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun