

Erum við í ruglinu? – Svarið er JÁ…
Ástæða fyrir þessum skrifum borgarfulltrúans eru áform meirihluta borgarstjórnar um að þrengja Grensásveg. Forsendur þessa eru sagðar óskir íbúa, en þær ekki skýrðar nánar. Mér er mjög til efs, að íbúar hafi óskað sérstaklega eftir þrengingu götunnar. Það væri þá eitthvað nýtt. Vísað er til þess að Grensásvegur skeri í sundur skólahverfi. Það var ekki raunin fyrr en síðasti meirihluti þröngvaði fram sameiningu skóla vítt og breitt í Reykjavík, sem m.a. orsakaði að nemendur þurfa að fara lengri og torveldari leiðir til skóla en áður, þar með yfir Grensásveg.
Haldið er á lofti að ekki sé þörf á fjórum akreinum. Engar alvöruumferðartalningar hafa farið fram á þessum hluta Grensásvegar, heldur sniðtalningar við gatnamót, sú síðasta árið 2011. Allt sem borgarfulltrúinn vísar til eru mat, útreikningar og bollaleggingar út frá þeim gögnum, en ekki rauntalningar. Þær vísbendingar sýna þó, að Grensásvegur er á jaðri þess að þurfa tvær akreinar í hvora átt, sérstaklega vegna þess, að hann er helsta aðkomuleið sjúkraflutninga að bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Þá er slysasaga Grensásvegar ein sú besta í borginni.
Sorglegast er þó að sjá borgarfulltrúann hreykja sér af ávinningi aðgerða við Borgartún, þar sem öll markmið hafi náðst í þrengingu þeirrar götu, sem greinilega var það sem fyrir meirihlutanum vakti. Þetta er gert með því að nota prósentur, nokkuð sem aldrei hefur tekist vel hjá stjórnmálamönnum þegar þeir vilja afvegaleiða með því að birta ekki rauntölur. Með þannig töfrabrögðum má sýna fram á „algjöra sprengingu“ eins og borgarfulltrúinn reynir, en með sömu aðferðum má gera það á fleiri vegu.
Aukin bílaumferð
Þegar tölurnar á bak við prósenturnar eru skoðaðar, kemur í ljós að sprengingin er ekki síður í aukningu bílaumferðar í Borgartúni, sem er þvert á markmið meirihlutans. Prósenturnar eru nefnilega byggðar á talningum og staðreyndum. Þær sýna fjölgun hjólandi milli 2013 og 2014 úr 49 í 266, eða 217 vegfarendur.
Samkvæmt talningum Strætó bs. fjölgaði farþegum hjá þeim um 54. Á sama tíma er fjölgun bílaumferðar 702, úr 17.252 bílum í 17.955, sem er meiri sprenging í fjölda, en borgarfulltrúinn kýs að nefna bara hlutfallstölur, markmiðum sínum í hag…
Eini alvörumælikvarðinn á umferðarmálin í Borgartúni er fjöldi notenda eftir vegfarendahópum. Staðreyndin er að bílaumferðin er 96,81% árið 2014, sem er fækkun upp á 1,4% frá 2013 þegar bílaumferðin var 98,17%. Á sama tíma eru farþegar Strætó 1,76% og reiðhjól 1,43% af umferðinni, með aukningu úr 0,28% frá 2013. Það er því ljóst, að helstu notendur Borgartúns eru þeir sem nota fjölskyldubílinn sem samgönguform, óháð óskhyggju núverandi meirihluta.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu til lausnar fyrir alla vegfarendahópa á Grensásvegi, án þess að skerða hlut þeirra sem aka um götuna, en auka aðgengi og öryggi hjólandi og gangandi. Það var fellt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur af núverandi meirihluta, án umræðna og enn síður faglegrar umfjöllunar. Það sýnir markmið meirihlutans, sem er eingöngu þrengingar að einum samgöngumáta en ekki að horfa á skynsamlegar lausnir fyrir alla vegfarendur, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins.
Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núverandi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og gott að borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. Vonandi að fleiri borgarfulltrúar meirihlutans geri það líka, áður en fleiri axarsköft verða gerð í umferðarmálum Reykjavíkur, eins og nýleg dæmi sanna. Næg verkefni liggja nú fyrir í þjónustu við borgarbúa í formi malbikunar og holufyllinga, sem er mun mikilvægara en þrengingadraumar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar