Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar sveinn arnarsson skrifar 29. apríl 2015 07:30 Háskóli Íslands. Veturinn 2018-2019 gætu tvöfalt fleiri stúdentar sótt um nám en áður og þurfa skólarnir að geta tekið við stórum árgangi. fréttablaðið/ernir Breytingar á námi í menntaskólum landsins fela í sér að tveir árgangar útskrifast frá menntaskólunum á árinu 2018. Stytta á nám til stúdentsprófs um eitt ár og munu stúdentar ljúka prófi á þremur árum í stað fjögurra. Prófessor í félagsfræði telur breytingarnar varhugaverðar og geta skert lífsskilyrði einstaklinga í þessum árgöngum. Innritunarárgangurinn í íslenska háskóla veturinn 2018 til 2019 verður því að öllum líkindum tvöfalt stærri en venjulega og þeir sem sækja á vinnumarkaðinn sömuleiðis tvöfalt fleiri en venjulega.Jón Atli BenediktssonJón Atli Benediktsson, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segir það vandasamt verkefni að taka vel á móti öllum þessum nýnemum í einu: „Það er fyrst og fremst ákvörðun ráðuneytisins að endurskipuleggja nám til stúdentsprófs og verið er að hefja undirbúning þess að taka á móti öllum þessum nemum,“ segir Jón Atli. „Hér er um að ræða útgjaldaauka fyrir háskólann sem við gerum ráð fyrir að fá bættan frá ríkinu og það þarf meira rými til að taka á móti fleiri nemendum. Samráð verður haft við ráðuneytið og stjórnendur framhaldsskólanna um málið.“ Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, segir þessar breytingar geta haft alvarlegri afleiðingar en sjást í fyrstu og háskólarnir standi frammi fyrir erfiðu verkefni. „Háskóladeildir sem beita fjöldatakmörkunum geta ekki tvöfaldað fjölda nýnema. Því gætu helmingi færri nemendur í þessum árgöngum farið í læknisfræði svo dæmi sé tekið. Í öðrum námsgreinum gætu helmingi færri nemar nýtt sér tækifæri á borð við rannsóknarvinnu undir handleiðslu háskólakennara, tvöfalt fleiri verða um þau störf sem bjóðast nýútskrifuðum háskólamönnum og þar fram eftir götunum,“ segir Þóroddur. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist ekki líta á þetta sem vandamál enn sem komið er. „Við höfum verið að skoða þetta frá því í júlí á síðasta ári og munum halda áfram. Það er ekki gefið að allur þessi fjöldi komi inn í háskólana um leið og þeir útskrifast úr menntaskóla svo við þurfum bara að bíða og meta þörfina þegar nær dregur,“ segir Eyjólfur.Gæti skapað félagsleg vandamál Hlutfallslega stórir árgangar hafa verið rannsakaðir innan félagsfræðinnar og búa einstaklingar í slíkum árgöngum við erfiðari stöðu en aðrir minni árgangar. Benda skal á að árgangar sem eru tvöfalt stærri en aðrir hafa ekki verið rannsakaðir með þessum hætti. Einstaklingar í stórum árgöngum eru:Líklegri til að verða atvinnulausirLíklegri til að finna sér ekki störf við hæfiArðsemi menntunar þeirra er minniHjónaskilnaðir tíðari en hjá öðrumOfbeldisbrot algengariHlutfallslega fleiri sjálfsvígÁfengisneysla meiriVímuefnaneysla meiri Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Breytingar á námi í menntaskólum landsins fela í sér að tveir árgangar útskrifast frá menntaskólunum á árinu 2018. Stytta á nám til stúdentsprófs um eitt ár og munu stúdentar ljúka prófi á þremur árum í stað fjögurra. Prófessor í félagsfræði telur breytingarnar varhugaverðar og geta skert lífsskilyrði einstaklinga í þessum árgöngum. Innritunarárgangurinn í íslenska háskóla veturinn 2018 til 2019 verður því að öllum líkindum tvöfalt stærri en venjulega og þeir sem sækja á vinnumarkaðinn sömuleiðis tvöfalt fleiri en venjulega.Jón Atli BenediktssonJón Atli Benediktsson, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, segir það vandasamt verkefni að taka vel á móti öllum þessum nýnemum í einu: „Það er fyrst og fremst ákvörðun ráðuneytisins að endurskipuleggja nám til stúdentsprófs og verið er að hefja undirbúning þess að taka á móti öllum þessum nemum,“ segir Jón Atli. „Hér er um að ræða útgjaldaauka fyrir háskólann sem við gerum ráð fyrir að fá bættan frá ríkinu og það þarf meira rými til að taka á móti fleiri nemendum. Samráð verður haft við ráðuneytið og stjórnendur framhaldsskólanna um málið.“ Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, segir þessar breytingar geta haft alvarlegri afleiðingar en sjást í fyrstu og háskólarnir standi frammi fyrir erfiðu verkefni. „Háskóladeildir sem beita fjöldatakmörkunum geta ekki tvöfaldað fjölda nýnema. Því gætu helmingi færri nemendur í þessum árgöngum farið í læknisfræði svo dæmi sé tekið. Í öðrum námsgreinum gætu helmingi færri nemar nýtt sér tækifæri á borð við rannsóknarvinnu undir handleiðslu háskólakennara, tvöfalt fleiri verða um þau störf sem bjóðast nýútskrifuðum háskólamönnum og þar fram eftir götunum,“ segir Þóroddur. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segist ekki líta á þetta sem vandamál enn sem komið er. „Við höfum verið að skoða þetta frá því í júlí á síðasta ári og munum halda áfram. Það er ekki gefið að allur þessi fjöldi komi inn í háskólana um leið og þeir útskrifast úr menntaskóla svo við þurfum bara að bíða og meta þörfina þegar nær dregur,“ segir Eyjólfur.Gæti skapað félagsleg vandamál Hlutfallslega stórir árgangar hafa verið rannsakaðir innan félagsfræðinnar og búa einstaklingar í slíkum árgöngum við erfiðari stöðu en aðrir minni árgangar. Benda skal á að árgangar sem eru tvöfalt stærri en aðrir hafa ekki verið rannsakaðir með þessum hætti. Einstaklingar í stórum árgöngum eru:Líklegri til að verða atvinnulausirLíklegri til að finna sér ekki störf við hæfiArðsemi menntunar þeirra er minniHjónaskilnaðir tíðari en hjá öðrumOfbeldisbrot algengariHlutfallslega fleiri sjálfsvígÁfengisneysla meiriVímuefnaneysla meiri
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira