Lét ekkert stoppa sig og tók hliðið með sér í markið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2015 17:15 Christof Innerhofer. Vísir/Getty Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira
Ítalski skíðamaðurinn Christof Innerhofer lenti í óheppilegri og óvenjulegri aðstöðu í bruni karla í heimsbikar karla á skíðum í dag. Það stoppaði þó ekki kappann. Atvikið gerðist í Santa Caterina á Ítalíu þar sem brunkeppnin fór fram en mótið var hluti af heimsbikar karla og því var mikið undir í brekkunni í dag. Hinn 31 árs gamli Christof Innerhofer kláraði brautina og náði fjórða sætinu þrátt fyrir að fara niður hluta brekkunnar með aukahlut um hálsinn. Christof Innerhofer krækti nefnilega í eitt hliðið í brautinni eftir 46 sekúndur með þeim afleiðingum að það var fast á honum það sem eftir var ferðarinnar. Innerhofer kom á 130 kílómetra hraða inn í beygju á brautunni og náði að veiða hliðið en hélt sér á skíðunum og á fullri ferð. Innerhofer gat lítið gert annað en annaðhvort að hætta eða halda áfram með hliðið um hálsinn. Hann lét slag standa og hélt ótrauður áfram. Síðustu mínútuna í brautinni var hann því með hliðið á sér. Það munaði aðeins sjö hundraðshlutum að Innerhofer kæmist á pall en Frakkinn David Poisson tók bronsið. Christof Innerhofer vann silfur í bruni á Ólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi og hefur einnig unnið heimsmeistaratitil í risasvigi. Hér fyrir meðan má sjá myndbönd af þessum furðulega atviki.Hér má sjá atvikið Hér má sjá alla ferðina hans Christof #Innerhofer macht den Superman! Platz 4 mit diesem Höllenritt: https://t.co/AtjaEmzSGo pic.twitter.com/eO4K6vqrEC— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015 Christof #Innerhofer rast mit Torstange hinab und richtet sich bei 120 km/h die Brille. https://t.co/vxoN4S8HFs pic.twitter.com/Fb6OhvbDpq— Eurosport.de (@Eurosport_DE) December 29, 2015
Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjá meira