Innlent

Neyðarástand að skapast vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum

Atli Ísleifsson skrifar
Stjórn Landssambands eldri borgara segir aðalmarkmið sjóðsins vera að stuðla að fjölgun hjúkrunarheimila.
Stjórn Landssambands eldri borgara segir aðalmarkmið sjóðsins vera að stuðla að fjölgun hjúkrunarheimila. Vísir/Getty
Landssamband eldri borgara mótmælir því harðlega að fjármagn Framkvæmdarsjóðs aldraðra verði notað til þess að greiða rekstur hjúkrunarheimila. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandinu.

Stjórn félagsins tekur skýrt fram að aðalmarkmið sjóðsins sé að stuðla að fjölgun hjúkrunarheimila. „Neyðarástand er að skapast vegna vöntunar á hjúkrunarrýmum, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og víðar á landinu.

Ástandið á enn eftir að versna ef ekkert er að gert, þar sem áætlanir gera ráð fyrir mikilli fjölgun þeirra sem verða að leita eftir þjónustu og geta ekki bjargað sér lengur heima hjá sér vegna veikinda.

Samfélagið allt verður að bregðast við vandanum nú þegar með gerð áætlunar um fjölgun hjúkrunarrýma til að mæta áætlaðri þörf á næstu árum.

Brýnt er að sveitarfélög og ríki standi saman að gerð slíkrar áætlunar ásamt Landssambandi eldri borgara,” segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×