Innlent

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kannabisplanta
Kannabisplanta vísir/afp
Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nógu að snúast en í skeyti frá henni eru helstu útköll og verkefni helgarinnar tíunduð.

Alls sex manns voru teknir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Sumir höfðu neytt hvoru tveggja. Einn þeira hafði neitt amfetamíns, metamfetamíns og áfengis og var auk þess ekki með ökuleyfi. Annar hafði lognast út af sökum ofdrykkju en hafði ekið á bæði verslun og grindverk áður en hann staðnæmdist.

Sautján ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Mestur flýtir var á ökumanni sem mældist á 149 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Skráningarnúmer voru klippt af átta bílum sem ýmist voru óskoðaðar eða tryggingamálum ábótavant.

Í gær var rúmlega tvítugur karlmaður stöðvaður við hefðbundið eftirlit í akstri. Hafði hann í fórum sínum fjögur grömm af kannabisefni. Af þeim svörum sem hann gaf grunaði lögreglumennina að hann segði ekki alveg satt um uppruna efnanna. Að fenginni leitarheimild var leitað í húsnæði mannsins og fundust þar á fjórða tug plantna. Játaði maðurinn ræktunina og hefur gróðurinn og áhöldin verið gerð upptæk.


Tengdar fréttir

Tískusveiflur ráða fíkniefnaneyslunni

Tískusveiflur geta valdið því að lagt er hald á minna magn harðra fíkniefna á landinu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áherslur lögreglu líka geta ráðið því hversu mikið magn er haldlagt. Mikið magn var haldlagt á föstudaginn langa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×