Nafngift dregst þar sem örnefnanefnd er óskipuð Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2015 20:44 Níu mánuðum eftir að jarðeldur kom upp norðan Dyngjujökuls er hvorki komið nafn á eldstöðina, nýju gígana né nýja hraunið. Það sem tefur núna er að engin örnefnanefnd hefur verið starfandi í landinu síðustu þrjá mánuði. Það var strax á upphafsdögum eldgossins í Holuhrauni sem byrjað var að kalla eftir nöfnum. Rifjað var upp að þegar Surtseyjargosið hófst árið 1963 voru menn snöggir að gefa því nafn, þá liðu ekki nema rúmar þrjár vikur frá gosbyrjun þar til menntamálaráðherra tilkynnti nafnið Surtsey, að tillögu örnefnanefndar, og átti gosið þó eftir að standa í fjögur ár. Núverandi ráðherra, Illugi Gunnarsson, ákvað hins vegar í vetur að bíða þess að Alþingi samþykkti ný örnefnalög en samkvæmt þeim yrði frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra fært heim í hérað til viðkomandi sveitarstjórnar, sem í þessu tilviki er Skútustaðahreppur.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gosinu lauk í febrúarlok og þremur dögum síðar samþykkti Alþingi nýju örnefnalögin. Oddviti Skútustaðahrepp, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sagði þá að sveitarstjórnin ætlaði að ganga rösklega í málið og stefnt væri á nafngift fyrir sumardaginn fyrsta. Ekki gekk það eftir og segir oddvitinn ástæðuna þá að beðið sé eftir því að ný örnefnanefnd verði skipuð en henni er ætlað að veita umsögn um ný nöfn. Síðasta örnefnanefnd missti umboð sitt við gildistöku nýju laganna í byrjun marsmánaðar, að sögn síðasta formanns, Þórunnar Sigurðardóttur, og síðan hefur engin örnefnanefnd verið til í landinu. Þegar ráðuneyti menntamála er spurt hvað líði skipan nýrrar örnefndanefndar fást þau svör að enn vanti tilnefningu frá einum aðila, ráðherra sveitarstjórnarmála. Menn vonist þó til að það klárist á næstu dögum að skipa nýja nefnd. Tengdar fréttir Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. 8. mars 2015 08:15 Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Stærsti gígurinn í Holuhrauni að ná 70 metra hæð og fer stækkandi Afar spennandi landslagsmyndun er nú að gerast á Dyngjusandi vegna eldsumbrotanna. Stærstu gosgígarnir rísa sífellt hærra upp úr mikilli sléttu og nýtt lón og foss gætu myndast þegar hraunið girðir fyrir Jökulsá. 12. september 2014 21:19 Stefnt á nafngift fyrir sumardaginn fyrsta Mývetningar hyggjast vinna rösklega að því að finna nöfn á ný náttúrufyrirbæri sem mynduðust í eldgosinu í Holuhrauni. 9. mars 2015 19:00 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Níu mánuðum eftir að jarðeldur kom upp norðan Dyngjujökuls er hvorki komið nafn á eldstöðina, nýju gígana né nýja hraunið. Það sem tefur núna er að engin örnefnanefnd hefur verið starfandi í landinu síðustu þrjá mánuði. Það var strax á upphafsdögum eldgossins í Holuhrauni sem byrjað var að kalla eftir nöfnum. Rifjað var upp að þegar Surtseyjargosið hófst árið 1963 voru menn snöggir að gefa því nafn, þá liðu ekki nema rúmar þrjár vikur frá gosbyrjun þar til menntamálaráðherra tilkynnti nafnið Surtsey, að tillögu örnefnanefndar, og átti gosið þó eftir að standa í fjögur ár. Núverandi ráðherra, Illugi Gunnarsson, ákvað hins vegar í vetur að bíða þess að Alþingi samþykkti ný örnefnalög en samkvæmt þeim yrði frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra fært heim í hérað til viðkomandi sveitarstjórnar, sem í þessu tilviki er Skútustaðahreppur.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Gosinu lauk í febrúarlok og þremur dögum síðar samþykkti Alþingi nýju örnefnalögin. Oddviti Skútustaðahrepp, Yngvi Ragnar Kristjánsson, sagði þá að sveitarstjórnin ætlaði að ganga rösklega í málið og stefnt væri á nafngift fyrir sumardaginn fyrsta. Ekki gekk það eftir og segir oddvitinn ástæðuna þá að beðið sé eftir því að ný örnefnanefnd verði skipuð en henni er ætlað að veita umsögn um ný nöfn. Síðasta örnefnanefnd missti umboð sitt við gildistöku nýju laganna í byrjun marsmánaðar, að sögn síðasta formanns, Þórunnar Sigurðardóttur, og síðan hefur engin örnefnanefnd verið til í landinu. Þegar ráðuneyti menntamála er spurt hvað líði skipan nýrrar örnefndanefndar fást þau svör að enn vanti tilnefningu frá einum aðila, ráðherra sveitarstjórnarmála. Menn vonist þó til að það klárist á næstu dögum að skipa nýja nefnd.
Tengdar fréttir Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. 8. mars 2015 08:15 Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13 Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52 Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57 Ómarshraun og Kristjánsgígar Almenningur leggur til nöfn á nýja hraunið. 2. september 2014 19:30 Stærsti gígurinn í Holuhrauni að ná 70 metra hæð og fer stækkandi Afar spennandi landslagsmyndun er nú að gerast á Dyngjusandi vegna eldsumbrotanna. Stærstu gosgígarnir rísa sífellt hærra upp úr mikilli sléttu og nýtt lón og foss gætu myndast þegar hraunið girðir fyrir Jökulsá. 12. september 2014 21:19 Stefnt á nafngift fyrir sumardaginn fyrsta Mývetningar hyggjast vinna rösklega að því að finna nöfn á ný náttúrufyrirbæri sem mynduðust í eldgosinu í Holuhrauni. 9. mars 2015 19:00 Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Nú mega Mývetningar velja eldstöðinni nöfn Ný lög um örnefni voru samþykkt frá Alþingi í vikunni. Samkvæmt þeim er það nú í höndum Mývetninga að hafa frumkvæði að nafngift þeirra nýju náttúrufyrirbæra sem urðu til í eldgosinu í Holuhrauni. 8. mars 2015 08:15
Hvað á nýja eldstöðin að heita? Fjölmargar tillögur um nafn á nýju eldstöðina hafa borist fréttastofu. Flestir leggja til Drekahraun og þá hafa einnig fjölmargir lagt til Bárðarhraun. 1. september 2014 21:13
Á þriðja hundrað tillögur: Drekahraun, Ómarshraun eða Litla-Hraun? Fréttastofa hvatti almenning í gær til að senda inn sínar tillögur að nafni á eldstöðinni og hrauninu og hafa fjölmargar tillögur borist. 2. september 2014 10:52
Héti þessi eyja Vesturey ef Eyjamenn hefðu valið? Mývetningar fá að eiga frumkvæði að nafngift nýrra náttúrufyrirbæra sem verða til vegna eldgossins í Holuhrauni, samkvæmt lagafrumvarpi um örnefni. 15. janúar 2015 09:57
Stærsti gígurinn í Holuhrauni að ná 70 metra hæð og fer stækkandi Afar spennandi landslagsmyndun er nú að gerast á Dyngjusandi vegna eldsumbrotanna. Stærstu gosgígarnir rísa sífellt hærra upp úr mikilli sléttu og nýtt lón og foss gætu myndast þegar hraunið girðir fyrir Jökulsá. 12. september 2014 21:19
Stefnt á nafngift fyrir sumardaginn fyrsta Mývetningar hyggjast vinna rösklega að því að finna nöfn á ný náttúrufyrirbæri sem mynduðust í eldgosinu í Holuhrauni. 9. mars 2015 19:00
Hvaða nöfn eiga Mývetningar að gefa gígnum og hrauninu? Það verða að öllum líkindum Mývetningar sem fá það verkefni að finna nöfn á nýju eldstöðina og hraunið norðan Vatnajökuls. 13. janúar 2015 18:45