Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. janúar 2015 20:00 Gustafsson og Johnson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia MMA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Sjá meira
Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia
MMA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Sjá meira