Nær Gustafsson að tryggja sér titilbardaga gegn Jones? Pétur Marinó Jónsson skrifar 24. janúar 2015 20:00 Gustafsson og Johnson í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia MMA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Risabardagi fer fram í kvöld þegar þeir Alexander Gustafsson og Anthony Johnson mætast. Sigurvegarinn í kvöld fær titilbardaga gegn núverandi meistara í léttþungavigtinni, Jon Jones. Bardagakvöldið fer fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi en höllin tekur um 30.000 manns í sæti. Þetta verður því næst fjölmennasti UFC viðburður sögunnar og sá stærsti í Evrópu. Svíinn Alexander Gustafsson verður á heimavelli en hann er einn fremsti bardagamaður heims um þessar mundir. Gustafsson er sá sem hefur komist næst því að sigra ríkjandi léttþungavigtarmeistara Jon Jones. Þeir Jones og Gustafsson áttust við í september 2013 og voru fáir sem reiknuðu með öðru en auðveldum sigri Jones. Gustafsson kom öllum að óvörum með frábærri frammistöðu en áður en úrslitin voru kunngjörð var alls óvíst hvor færi með sigur af hólmi. Jones sigraði eftir dómaraákvörðun en margir töldu að Gustafsson hefði átt sigurinn skilinn. Þeir áttu að mætast aftur í september áður en Gustafsson meiddist og kom Daniel Cormier í hans stað. Með sigri í kvöld tryggir hann sér annað tækifæri á beltinu. Andstæðingur hans, Anthony Johnson, hefur fundið sig í nýjum þyngdarflokki eftir að hafa barist tveimur þyngdarflokkum neðar. Johnson barðist áður í veltivigt (77 kg) og var sá stærsti í þyngdarflokknum. Niðurskurðurinn var eðlilega gríðarlega erfiður og náði hann ekki þyngd í nokkur skipti. UFC skipaði honum að færa sig upp í millivigt (84 kg) en eftir að hafa mistekist að ná þyngd þar líka var hann rekinn úr UFC með skömm. Johnon var gerður að atlægi í MMA heiminum og ákvað loksins að færa sig upp í léttþungavigt (93 kg). Þar hefur honum gengið frábærlega og sigrað alla bardaga sína. Hann er nú í réttum þyngdarflokki og virðist loksins vera að ná að nýta hæfileika sína. Eins og áður segir fer bardaginn fram í Svíþjóð en bardagakvöldið miðast þó við bandarískan sjónvarpstíma. Aðalhluti bardagakvöldsins mun því hefjast kl 2 að nóttu til í Stokkhólmi. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 hér heima og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fjórir bardagar verða á dagskrá. Léttþungavigt: Alexander Gustafsson gegn Anthony Johnson Millivigt: Gegard Mousasi gegn Dan Henderson Léttþungavigt: Ryan Bader gegn Phil Davis Fjaðurvigt: Akira Corassani gegn Sam Sicilia
MMA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira