Innlent

Bjarni lætur ókvæðisorðum rigna yfir Össur

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarni spyr: „Er ekki aðalfréttin hvers konar vindhanar menn geta verið?“ Hann telur fjölmiðla iðulega eins og gagnrýnislaus gjallarhorn æstustu bloggaranna.
Bjarni spyr: „Er ekki aðalfréttin hvers konar vindhanar menn geta verið?“ Hann telur fjölmiðla iðulega eins og gagnrýnislaus gjallarhorn æstustu bloggaranna. vísir/stefán/vilhelm
Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hefur bersýnilega ekki verið skemmt þegar hann las fréttaviðtal Vísis við Össur Skarphéðinsson, þar sem hann varar við nýju frumvarpi Bjarna þar sem meðal annars stendur til að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Bjarna, sem er í fríi í Flórída, sendir Össuri, og reyndar blaðamanni Vísis einnig, kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni.

Bjarni spyr hvort sé merkilegri frétt:

„A. Að Össur Skarphéðinsson belgi sig út einu sinni enn með stóryrðum, safni saman í eina færslu völdum frösum um einkavinavæðingu, myrkraverk og vildarvinagreiða. Hann segi frumvarp um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum ólýðræðislegt og brútalt, úr takti við kröfur fólks og hann muni berjast með „klóm og tönnum“ gegn því (lét þó vera að boða að eldi og brennisteini myndi rigna á þinginu eins og átti við í öðru máli fyrir skemmstu).“

Bjarni gerir hlé á máli sínu til að setja inn tengil á frumvarpið. Og svo heldur Bjarni áfram að ausa úr skálum reiði sinnar:

„B. Að þessi sami Össur Skarphéðinsson studdi þessi lög um sama efni.  

Treystir Össur Ríkiskaupum síður að annast um hina formlegu sölumeðferð en Bankasýslunni? Er ekki aðalfréttin hvers konar vindhanar menn geta verið?

Eða er það hugsanlega að fjölmiðlar eru iðulega eins og gagnrýnislaus gjallarhorn æstustu bloggaranna?“

Hvort er merkilegri frétt:A. Að Össur Skarphéðinsson belgi sig út einu sinni enn með stóryrðum, safni saman í eina fæ...

Posted by Bjarni Benediktsson on 10. apríl 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×