Finnbjörn kominn á flot: „Dælingin gekk eins og í sögu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2015 16:44 Fiskbáturinn Finnbjörn ÍS komst á flot á ný á fjórða tímanum í dag. Skipið sökk í höfninni í Bolungarvík í gærmorgun og gegnu björgunaraðgerðir í gær ekki sem skyldi. Dæling gekk hins vegar eins í sögu í dag að sögn Ólafs Þ. Benediktssonar slökkviliðsstjóra á staðnum. „Báturinn var ekki nógu þéttur í gær og því unnum við að því í birtingu að þétta hann betur,“ segir Ólafur. Í gærkvöldi og í morgun var unnið að því að útbúa stokk ofan á lestarlúguna svo hægt væri að koma öflugri dælu niður í lestina. Á sama tíma og dæling úr lestinni hófst var byrjað að dæla úr lúkarnum og stýrishúsinu. Við það lyftist báturinn að framan og fyrir miðju. „Að því loknum komum við dælu niður í vélarrúmið að aftan. Satt best að segja gekk þetta allt eins og í sögu,“ segir Ólafur en eftir að dæling hófst tók um níutíu mínútur að koma skipinu á flot. Tveir kranar voru notaðir við björgunina en að auki naut slökkviliðið liðsinnis björgunarsveitarmanna í flotgöllum, tækjamanns og kafara. Allt í allt komu rúmlega tuttugu manns að björgun bátsins. Ekki er vitað hvað orsakaði það að skipið sökk en grunur leikur á að lensidæla hafi gefið sig eða að lekið hafi meðfram rifu hjá suðu á skrokki skipsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður og stoltur af því hve vel þetta gekk eftir að þéttingu lauk,“ segir Ólafur að lokum. Tengdar fréttir Finnbjörn ÍS sökk í Bolungarvíkurhöfn Skipið verður híft upp síðar í dag. 26. desember 2015 14:08 Reynt að hífa Finnbjörn á flot á morgun Björgunaraðgerðum á Bolungarvík hefur verið hætt í bili. 26. desember 2015 19:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fiskbáturinn Finnbjörn ÍS komst á flot á ný á fjórða tímanum í dag. Skipið sökk í höfninni í Bolungarvík í gærmorgun og gegnu björgunaraðgerðir í gær ekki sem skyldi. Dæling gekk hins vegar eins í sögu í dag að sögn Ólafs Þ. Benediktssonar slökkviliðsstjóra á staðnum. „Báturinn var ekki nógu þéttur í gær og því unnum við að því í birtingu að þétta hann betur,“ segir Ólafur. Í gærkvöldi og í morgun var unnið að því að útbúa stokk ofan á lestarlúguna svo hægt væri að koma öflugri dælu niður í lestina. Á sama tíma og dæling úr lestinni hófst var byrjað að dæla úr lúkarnum og stýrishúsinu. Við það lyftist báturinn að framan og fyrir miðju. „Að því loknum komum við dælu niður í vélarrúmið að aftan. Satt best að segja gekk þetta allt eins og í sögu,“ segir Ólafur en eftir að dæling hófst tók um níutíu mínútur að koma skipinu á flot. Tveir kranar voru notaðir við björgunina en að auki naut slökkviliðið liðsinnis björgunarsveitarmanna í flotgöllum, tækjamanns og kafara. Allt í allt komu rúmlega tuttugu manns að björgun bátsins. Ekki er vitað hvað orsakaði það að skipið sökk en grunur leikur á að lensidæla hafi gefið sig eða að lekið hafi meðfram rifu hjá suðu á skrokki skipsins. „Ég er fyrst og fremst ánægður og stoltur af því hve vel þetta gekk eftir að þéttingu lauk,“ segir Ólafur að lokum.
Tengdar fréttir Finnbjörn ÍS sökk í Bolungarvíkurhöfn Skipið verður híft upp síðar í dag. 26. desember 2015 14:08 Reynt að hífa Finnbjörn á flot á morgun Björgunaraðgerðum á Bolungarvík hefur verið hætt í bili. 26. desember 2015 19:42 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Reynt að hífa Finnbjörn á flot á morgun Björgunaraðgerðum á Bolungarvík hefur verið hætt í bili. 26. desember 2015 19:42