Innlent

Reynt að hífa Finnbjörn á flot á morgun

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hætt var við að reyna að ná fiskibátnum Finnbirni upp úr höfninni í Bolungarvík í dag en hann sökk einhvern tíma síðast liðna nótt. Ekki er vitað hvað olli því að báturinn sökk en vélstjóri bátsins leit á hann síðast í gærkvöldi og þá virtist allt vera í stakasta lagi. Hann var hins vegar sokkinn þegar komið var að honum í morgun. Kafarar könnuðu ástand bátsins í dag og kranar voru færðir á höfnina til að reyna að ná honum upp. Eins og er geta menn einungis getið sér til um hvað hefur gerst, en einn möguleiki er að bilun hafi komið upp í lensidælu. Ákveðið var að bíða með frekari aðgerðir síðdegis í dag og meta stöðuna á nýjan leik í fyrramálið.

Myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar af Hafþóri Gunnarssyni.

mynd/hafþór gunnarsson
mynd/hafþór gunnarsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×