Innlent

Telja fólk ganga óboðið inn í húsakynni fólks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikil uppbygging hefur verið á Völlunum undanfarin ár.
Mikil uppbygging hefur verið á Völlunum undanfarin ár. Mynd/Katrín/Íbúar á Völlunum
„Lögreglan kom og ég sýndi þeim atvikið úr upptökuvélinni,“ segir Örvar Friðriksson íbúi á Völlunum í Hafnarfirði sem fékk óboðinn gest inn í íbúðina sína í gær. Uppákoman átti sér stað klukkan 22:26 í gærkvöldi en Örvar veit nákvæma tímasetningu þar sem atvikið náðist á öryggismyndavél.

„Þetta var þeldökkur maður og hélt á síma, eins og hann væri að tala við einhvern,“ segir Örvar sem segist hafa gengið strax á móti manninum sem hafi um leið brugðist við og sagt endurtekið „sorry“. Á leiðinni út úr húsinu hafi hann svo horft beint í öryggismyndavélina og því náðst mjög góð mynd af manninum. Örvar hringdi í kjölfarið í lögregluna.

Íbúar á Völlunum eru með Facebook-grúppu þar sem mikið er rætt um uppákomuna í gær. Fleiri virðast hafa lent í svipuðum aðstæðum og telja sumir að fólk stundi það að ganga inn í íbúðir, athuga hvort einhver sé heima og ef svo er þá biðst það afsökunar um leið og heldur á brott.

Lögreglan greinir einnig frá atvikinu í skýrslu sinni frá því í nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×