Fótbolti

Norrköping á góðri siglingu í Svíþjóð

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping. MYND/IFKNORRKÖPING
Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem þrír Íslendingar komu við sögu.

Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Norrköping sem bar sigurorð á Kalmar, 2-1. Arnór var tekinn af velli í uppbótartíma. Þetta var þriðji sigur Norrköping í röð og er liðið í 3. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Elfsborg sem situr í 2. sæti.

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Sundsvall er liðið gerði 1-1 jafntefli við Falkenberg á útivelli. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Sundsvall vegna meiðsla. Lítið hefur gengið hjá Sundsvall að undanförnu en þetta var fyrsta stigið sem liðið fær í siðustu þremur leikjum. Sundsvall er í 13. sæti.

Þá var Birkir Már Sævarsson í byrjunarliði Hammarby sem gerði 2-2 jafntefli við Halmstad á heimavelli sínum. Birkir fékk að líta gula spjaldið í leiknum. Hammarby er sem stendur í 11. sæti en liðið hefur ekki unnið leik síðan 25. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×