Styrktarfé til ABC fryst uns greitt verður úr ágreiningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2015 09:00 Deilur standa nú á milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. „Þeir peningar eru enn á bankareikningi ABC á Íslandi og samtökin hafa ábyrgst að þeir verði ekki hreyfðir fyrr en greitt hefur verið úr þeim ágreiningi sem á sér stað í samtökunum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Peningarnir sem um ræðir eru fimmtán milljóna króna styrkur, sem utanríkisráðuneytið veitti ABC á Íslandi í lok árs 2014. Styrkurinn var veittur fyrir heimavist og skóla fyrir götubörn í Naíróbí í Kenía. Urður Gunnarsdóttir Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að illvígar deilur stæðu milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. Þórunni Helgadóttur, formanni samtakanna í Kenía, var sagt upp störfum en hún er föst á því að staða hennar í Kenía sé óbreytt, enda sé um tvö aðskilin félög að ræða. ABC á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er rétt hjá Þórunni að félögin séu tveir sjálfstæðir lögaðilar. „Styrkur ráðuneytisins fer þó í gegnum ABC á Íslandi en er til starfans í Kenía,“ segir Urður. Þá greindi Fréttablaðið frá því að Þórunn sakaði ABC á Íslandi um mútur í Kenía þar sem stjórnin bæri fé á einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía í þeim tilgangi að taka yfir skólann með valdi. Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi neitar þeim ásökunum.Þórunn Helgadóttirmynd/gunnarsalvarsson Urður segir að ráðuneytið geri skýrar kröfur um að gerð sé grein fyrir ráðstöfun styrktarfjár. „Þar er stuðst við verklagsreglur sem byggðar eru á fyrirmyndum frá nágrannaríkjum.“ Á síðasta ári var gerð fagleg úttekt á verkefni í Kenía sem ABC á Íslandi hafði hlotið styrk fyrir. ABC í Kenía var samstarfsaðili á vettvangi og sá um framkvæmd. Úttektin gaf góða niðurstöðu og var ákveðið að veita fimmtán milljóna króna styrk fyrir annan áfanga verkefnis í Kenía. „Slíkar úttektir eru gerðar reglulega á verkefnum sem ráðuneytið styður,“ segir Urður og bætir við að opinber þróunarsamvinna fari í ríkari mæli gegnum félagasamtök sem hafa þekkingu af starfi í þróunarlöndum. Þannig eru gerðar ríkari kröfur til félagasamtaka og eftirlit með verkefnum þeirra hert. Auk ásakana um mútur segir Þórunn að engir peningar hafi borist til barnanna í Kenía í maí og júní. ABC á Íslandi segja það ekki rétt. „Ég og maðurinn minn borguðum alla reikninga í Kenía. Hvert sendu þau þá peningana frá stuðningsaðilum barnanna? Þau verða að sýna fram á millifærslur,“ segir Þórunn um peninga sem styrktarforeldrar á Íslandi hafa greitt fyrir barnið sitt í Kenía. Þórunn ferðast til Kenía í dag og heldur áfram að reka skólann. „Ég er stofnandi ABC í Kenía og formaður þess félags. Þau geta rekið mig úr ABC á Íslandi en ekki úr formannsstöðunni í Kenía. Þau hafa aldrei greitt mér nein laun fyrir það starf,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi starfað fyrir félagið á Íslandi en í því starfi hafi falist að koma fram fyrir hönd félagsins í Kenía og taka á móti fólki. „Þetta er tvennt ólíkt,“ segir Þórunn sem hlakkar til að komast til Kenía að hugsa um börnin. Tengdar fréttir Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Þórunn Helgadóttir hefur helgað líf sitt hjálparstarfi fyrir ABC barnahjálp í Kenía. ABC á Íslandi sagði henni upp en Þórunn heldur starfinu ótrauð áfram. Miklar deilur standa nú milli félaganna. 13. júní 2015 07:00 Vísar ásökunum um mútur í Kenía til föðurhúsanna Illvígar deilur innan hjálparsamtaka ABC. 16. júní 2015 07:00 Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Þeir peningar eru enn á bankareikningi ABC á Íslandi og samtökin hafa ábyrgst að þeir verði ekki hreyfðir fyrr en greitt hefur verið úr þeim ágreiningi sem á sér stað í samtökunum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Peningarnir sem um ræðir eru fimmtán milljóna króna styrkur, sem utanríkisráðuneytið veitti ABC á Íslandi í lok árs 2014. Styrkurinn var veittur fyrir heimavist og skóla fyrir götubörn í Naíróbí í Kenía. Urður Gunnarsdóttir Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að illvígar deilur stæðu milli ABC barnahjálpar á Íslandi og ABC barnahjálpar í Kenía. Þórunni Helgadóttur, formanni samtakanna í Kenía, var sagt upp störfum en hún er föst á því að staða hennar í Kenía sé óbreytt, enda sé um tvö aðskilin félög að ræða. ABC á Íslandi heldur því hins vegar fram að félagið eigi ABC í Kenía. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er rétt hjá Þórunni að félögin séu tveir sjálfstæðir lögaðilar. „Styrkur ráðuneytisins fer þó í gegnum ABC á Íslandi en er til starfans í Kenía,“ segir Urður. Þá greindi Fréttablaðið frá því að Þórunn sakaði ABC á Íslandi um mútur í Kenía þar sem stjórnin bæri fé á einstaka starfsmenn innan skólans í Kenía í þeim tilgangi að taka yfir skólann með valdi. Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi neitar þeim ásökunum.Þórunn Helgadóttirmynd/gunnarsalvarsson Urður segir að ráðuneytið geri skýrar kröfur um að gerð sé grein fyrir ráðstöfun styrktarfjár. „Þar er stuðst við verklagsreglur sem byggðar eru á fyrirmyndum frá nágrannaríkjum.“ Á síðasta ári var gerð fagleg úttekt á verkefni í Kenía sem ABC á Íslandi hafði hlotið styrk fyrir. ABC í Kenía var samstarfsaðili á vettvangi og sá um framkvæmd. Úttektin gaf góða niðurstöðu og var ákveðið að veita fimmtán milljóna króna styrk fyrir annan áfanga verkefnis í Kenía. „Slíkar úttektir eru gerðar reglulega á verkefnum sem ráðuneytið styður,“ segir Urður og bætir við að opinber þróunarsamvinna fari í ríkari mæli gegnum félagasamtök sem hafa þekkingu af starfi í þróunarlöndum. Þannig eru gerðar ríkari kröfur til félagasamtaka og eftirlit með verkefnum þeirra hert. Auk ásakana um mútur segir Þórunn að engir peningar hafi borist til barnanna í Kenía í maí og júní. ABC á Íslandi segja það ekki rétt. „Ég og maðurinn minn borguðum alla reikninga í Kenía. Hvert sendu þau þá peningana frá stuðningsaðilum barnanna? Þau verða að sýna fram á millifærslur,“ segir Þórunn um peninga sem styrktarforeldrar á Íslandi hafa greitt fyrir barnið sitt í Kenía. Þórunn ferðast til Kenía í dag og heldur áfram að reka skólann. „Ég er stofnandi ABC í Kenía og formaður þess félags. Þau geta rekið mig úr ABC á Íslandi en ekki úr formannsstöðunni í Kenía. Þau hafa aldrei greitt mér nein laun fyrir það starf,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi starfað fyrir félagið á Íslandi en í því starfi hafi falist að koma fram fyrir hönd félagsins í Kenía og taka á móti fólki. „Þetta er tvennt ólíkt,“ segir Þórunn sem hlakkar til að komast til Kenía að hugsa um börnin.
Tengdar fréttir Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Þórunn Helgadóttir hefur helgað líf sitt hjálparstarfi fyrir ABC barnahjálp í Kenía. ABC á Íslandi sagði henni upp en Þórunn heldur starfinu ótrauð áfram. Miklar deilur standa nú milli félaganna. 13. júní 2015 07:00 Vísar ásökunum um mútur í Kenía til föðurhúsanna Illvígar deilur innan hjálparsamtaka ABC. 16. júní 2015 07:00 Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Sakar ABC á Íslandi um mútur í Kenía Þórunn Helgadóttir hefur helgað líf sitt hjálparstarfi fyrir ABC barnahjálp í Kenía. ABC á Íslandi sagði henni upp en Þórunn heldur starfinu ótrauð áfram. Miklar deilur standa nú milli félaganna. 13. júní 2015 07:00
Vísar ásökunum um mútur í Kenía til föðurhúsanna Illvígar deilur innan hjálparsamtaka ABC. 16. júní 2015 07:00
Deila um hver eigi ABC Barnahjálp í Kenía ABC Barnahjálp á Íslandi sagði upp formanni ABC í Kenía en formaðurinn segist enn vera við störf. 12. júní 2015 07:00