Engin sátt um makrílfrumvarpið í atvinnuveganefnd Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 19:30 Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ólíklegt er að sátt takist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir breytingar á frumvarpinu. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar þjóðarsátt segja málin enn of óskýr til að þeir geti sætt sig við frumvarpið. Tvö stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Alþingis fyrir sumarleyfi og þau eru bæði í atvinnuveganefnd. Það eru annars vegar virkjanamálin og hins vegar makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra með breytingum sem rætt hefur verið í nefndinni í dag en ekkert samkomulag virðist vera þar í sjónmáli. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar segist þó vona að sátt náist um afgreiðslu makrílfrumvarpsins út úr nefndinni. „Ég held að það sé miklu betra fyrir okkur að koma makrílnum inn í það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við erum með fyrir og mæta þessari undirskrifasöfnun sem tók fyrst og fremst til þessarar sex ára bindingar,“ segir Jón og vísar þar í upprunalega útgáfu frumvarpsins. En nú er gert ráð fyrir að aflahlutdeild verði ákveðin til þriggja ára og hvorki megi framselja né selja frá sér aflaheimildirnar að fullu á þeim tíma. Það verði síðan verkefnið að ljúka allsherjar endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu eftir að makríllinn er kominn inn í kerfið. „Já, eðlilega segir Jón það vegna þess að hann er auðvitað hlyntur því að núverandi kvótakerfi nái utanum allar tegundir. Líka nýjar tegundir en það er auðvitað það sem undirskriftasöfnunin gengur út á; að við getum ráðstafað nýjum tegundum eins og makríl með öðrum hætti heldur inni í núverandi kvótakerfi,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni og fyrsti varaformaður hennar. Það muni ekki nást sátt um annað en að makrílheimildum verði úthlutað til eins árs nú eins og fyrri ár og síðan verði tekist á við endurskoðun kerfisins í heild. Frumvarpið tryggi óbeinan eignarrétt til allrar framtíðar án þess að auðlindarákvæði sé komið í stjórnarskrá. Meðal fjölmargra gesta nefndarinnar í dag voru forráðamenn undirskriftarsöfnunarinnar Þjóðarsátt sem rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir. Bolli Héðinsson einn forráðamanna Þjóðarsáttar segir að ýmislegt hafi skýrst í málinu en annað þurfi að skýra betur. „Afstaða okkar er óbreytt. Undirskriftasöfnunin heldur áfram og ég vil hvetja sem flesta til að taka þátt í henni. Við verðum aðeins að sjá áfram hverjar lyktirnar verða,“ sagði Bolli eftir fundinn hjá atvinnuveganefnd.Heldur þú að þetta komist út úr nefnd í næstu viku?„Ég veit ekkert um það hvernig okkur tekst að ljúka hér störfum. Það verður tíminn bara að leiða í ljós,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira