Enski boltinn

Skrtel að koma sér í meiri vandræði með að líkja aganefndinni við trúða?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Skrtel.
Skrtel. vísir
Eins og greint var frá í dag hefur Martin Skrtel, miðvörður Liverpool, verið úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að traðka á David De Gea, markverði Manchester United, í leik liðanna á sunnudaginn.

Dómarinn sá ekki atvikið sem gerðist í uppbótartíma, en eftir að skoða brotið á myndbandsupptöku ráðfærði aganefnd enska knattspyrnusambandsins sig við Martin Atkinson, dómara leiksins, og setti Slóvakann í bann.

Skrtel virðist ekkert alltof sáttur með ákvörðunina, en skömmu eftir að dómur féll birti hann mynd af trúðum á Instagram-síðu sinni.

Auðvelt er að áætla að hann sé að kalla enska sambandið eða aganefndina trúða, en Skrtel er þó nógu skynsamur að skrifa engan texta heldur leyfa fólki að velta sér upp úr myndinni sjálft.

Hvort enska sambandið taki þessu illa og ávíti Slóvakann verður að koma í ljós en líklega verður þriggja leikja bann látið duga.

Atvikið og Instagram-færslu Skrtels má sjá hér að neðan.

...

A photo posted by Martin Skrtel official (@martin37skrtel) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×