Makríll og markaðslausnir Björt Ólafsdóttir og Guðmundur Steingrímsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Björt Ólafsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að fiskistofnarnir séu í þjóðareigu. Það stendur líka í lögum að fiskistofnarnir séu sameign þjóðarinnar. Slíkt ákvæði ætti jafnframt að eiga sér stoð í stjórnarskránni. Eigendur gæða vilja eðlilega hámarka þann arð sem eignir þeirra skila þeim. Þeir láta sér ekki duga að lesa um það í lögum eða blöðum að þeir séu eigendur að einhverju. Og hvers vegna skyldi það ekki eiga við líka um eign þjóðarinnar á fiskistofnunum? Nú stendur Alþingi frammi fyrir því að ákveða framtíðarfyrirkomulag á veiðum á makríl. Í makrílstofninum liggja gríðarleg verðmæti. Útflutningsverðmæti hans var meira en 20 milljarðar króna á síðasta ári. Við í Bjartri framtíð viljum að hagsmunir þjóðarinnar allrar séu hafðir að leiðarljósi við nýtingu makrílstofnsins sem og annarra náttúruauðlinda. Við getum haft af þeim mikinn arð til mikilvægra samfélagslegra verkefna. Þannig tækifæri er auðvelt að klúðra. Mjög mörgum þjóðum sem eru í svipaðri stöðu hefur tekist það. Náttúruauðlindirnar hafa orðið þeim bölvun en ekki blessun. Leitt til spillingar, átaka og óréttlætis. Við verðum að varast það. Ef við hámörkum arðinn í þágu þjóðarinnar allrar getum við bætt menntakerfið til hagsbóta fyrir alla landsmenn, heilsugæsluna, samgöngurnar og fjarskiptin. Við getum lækkað álögur á fólk og við getum haft fé til ráðstöfunar til að styrkja íbúa í byggðum sem standa höllum fæti, ekki síst vegna breytinga í sjávarútvegi. Það er bráðnauðsynlegt og réttlætismál að hluti af arðinum sem fiskveiðiauðlindin getur skilað þjóðinni verði nýttur sérstaklega til slíkra verkefna. Þar þurfum við líka að horfast í augu við að tæknin hefur þegar fækkað mikið atvinnutækifærum í veiðum og hefðbundinni vinnslu sjávarafla og sú þróun mun halda áfram. En hvernig getum við best tryggt að eigandinn, íslenska þjóðin, fái það sem henni ber fyrir eign sína? Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem fá réttinn til að sækja makrílaflann og selja hann greiði sanngjarnt verð fyrir? Verðið má hvorki vera svo lágt að arður þjóðarinnar af þessari eign verði óeðlilega lítill né svo hátt að útgerðirnar ráði illa eða ekki við það. Og hvernig getum við best tryggt að þeir sem gera mest verðmæti úr makrílaflanum fái helst réttinn til að sækja hann? Það eru gríðarlega miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir íslenska þjóð að finna bestu svörin og leiðirnar í þessu. Réttinn á að bjóða upp Að mati Bjartrar framtíðar finnur markaðurinn sjálfur bestu lausnirnar, betri og sanngjarnari en stjórnvöld geta fundið og betri og sanngjarnari gagnvart eigandanum en þær sem sérhagsmunaaðilar benda gjarnan á. Réttinn til að sækja makrílaflann á að bjóða upp. Þannig fær eigandinn, íslenskur almenningur, þann arð sem honum ber fyrir afnot af þessari eign og þannig greiða þeir sem fá að nýta eignina það verð sem þeir treysta sér til að greiða. Og þannig geta þeir sem mest verðmæti skapa úr makrílaflanum greitt meira en aðrir og fá því frekar réttinn til að sækja aflann. Þetta er ekki fullkomin aðferð frekar en önnur mannanna verk en hún er langbest fyrir eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðina, og hún er hagkvæmari og sanngjarnari en aðrar mögulegar leiðir. Það er þó eðlilegt að þeir sem hafa stundað makrílveiðar á undanförnum árum fái nokkra aðlögun að nýju kerfi. Því leggur Björt framtíð það til að makrílkvótum verði ráðstafað á grundvelli uppboðs í áföngum á 6 árum, þannig að á þeim árum verði hluta makrílkvótans úthlutað til útgerða sem hafa aflareynslu í makríl en sá hluti fari minnkandi árlega. Að 6 árum liðnum verði öllum makrílkvótanum ráðstafað á grundvelli uppboðs. Þegar markaðslausnir eru í þágu almannahagsmuna á hiklaust að nota þær. Uppboð á makrílkvótum er skýrt dæmi um svoleiðis kringumstæður. Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun