Innlent

Skjóta á ónýt heimilistæki

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Sóðaskapur Reykjanesfólkvangur er friðlýstur.
Sóðaskapur Reykjanesfólkvangur er friðlýstur.
Ruslahaugur hefur myndast á Reykjanesfólkvangi vegna slæmrar umgengni og sóðaskapar.

Umhverfisstofnun birti í gær myndir af sóðaskapnum á vefsíðu sinni og hvatti vegfarendur til að ganga vel um umhverfi sitt.

Á svæðinu, sem er greinilega nýtt sem ruslahaugur og skotæfingasvæði, má finna aragrúa af skothylkjum, sundurskotin heimilistæki, raftæki, timburafganga, steypuúrgang og fleira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×