Vegið að mannréttindum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. janúar 2015 09:00 Líkur eru á að það halli á innflytjendur, segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Hún segir þörf á að gæta að mannréttindum í kjölfar voðaverka í París og að hlúa þurfi að tjáningarfrelsinu alla daga. vísir/ernir Voðaverkin í París geta haft áhrif á tjáningarfrelsi okkar og mannréttindi, þá er viðbúið að þau ali á ótta í garð innflytjenda. Þetta segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar sem heldur hádegisfund í dag í samstarfi við Siðfræðistofnun um afleiðingar voðaverkanna undir yfirskriftinni Er penninn máttugri en sverðið? Elfa Ýr fjallar um hvaða áhrif voðaverkin í París geti haft á tjáningarfrelsi og borgaraleg réttindi á Vesturlöndum. Hún fjallar jafnframt um hvað beri að varast og leggur áherslu á að tjáningarfrelsi séu réttindi sem við höfum aflað okkur á löngum tíma og þau þurfi að verja og vernda. „Ég minni á að tjáningarfrelsið er ekki sjálfsögð réttindi. Við höfum aflað okkur þeirra á mjög löngum tíma. Við þurfum að gæta þessa frelsis mjög markvisst, hlúa að því og viðhalda því. Nú er viðbúið að það geti orðið meira eftirlit með fólki vegna voðaverkanna og það getur varðað tjáningarfrelsi en líka önnur mannréttindi, svo sem friðhelgi einkalífsins.“ Elfa Ýr segist í því samhengi spyrja sig hvaða áhrif hræðsla vegna voðaverkanna muni hafa á Vesturlöndum. „Voðaverkin eru framkvæmd til að vekja mikla hræðslu meðal fólks og það getur haft áhrif á það samfélag sem við búum í.“ Hún nefnir að það sé tilhneiging til þess að fjalla um tjáningarfrelsið á tyllidögum á meðan rík þörf sé til umræðu um það alla daga. Fjölmargt vegi að tjáningarfrelsinu og öðrum mannréttindum. Þá sé varhugavert að vera sinnulaus um minni mál sem geti hvert á eftir öðru breytt samfélaginu til lengri tíma. „Það eru minni hlutir að gerast í samfélaginu sem vekja ugg. Þeir varða til dæmis samþjöppun á eignarhaldi en þá stöndum við ekki upp til að verja tjáningarfrelsið. Ég held að almenningur geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu mikilvægt það er að gæta að réttindum okkar hér á landi af því við erum svo ungt lýðræðisríki. Það er ekki þessi sama meðvitund hjá okkur og víða annars staðar í Evrópu um hvað mannréttindi eru fólki mikilvæg og að við þurfum að hlúa að þeim. Lítil mál geta hvert á eftir öðru breytt samfélaginu til lengri tíma, án þess að það sé á einhverjum tíma staðið upp til varnar tjáningarfrelsinu. Þetta eru hlutir eins og áhrif auglýsenda á umfjöllun. Þegar upplýst er að einstaklingar eru að kaupa sig frá umfjöllun í fjölmiðlum, eða þegar ráðamenn reyna að hafa áhrif á gagnrýna umfjöllun um sig í fjölmiðlum.“ Elfa Ýr segir fá slík mál hafa komið inn á borð fjölmiðlanefndar, síðasta erindið sem nefndin fékk var vegna eignarhalds á DV. „Við fylgjumst með. Fjölmiðlarnir bera sig illa fjárhagslega. Það er það sem maður hefur áhyggjur af. Ef fjölmiðlar eru ekki burðugir fjárhagslega, þá er hætta á að blaða- og fréttamenn missi störf sín. Við slíkar aðstæður er hætta á sjálfsritskoðun. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir gagnrýna blaða- og fréttamennsku,“ segir Elfa Ýr. Hún vitnar í umræðu erlendis og segir að tímabært sé að athuga hvort innflytjendur eigi sér rödd í íslenskum fjölmiðlum eins og löndunum í kringum okkur. „Bakgrunnur blaða- og fréttamanna skiptir máli. Aldur, kyn, umhverfi og aðstæður í uppvexti og hvort þeir eiga foreldra af öðrum uppruna skiptir máli fyrir fjölbreytni í fjölmiðlum. Fjölbreytni er til góðs. Þegar maður lítur til þeirrar ójöfnu stöðu sem hefur verið á milli karla og kvenna, má leiða líkur að því að ólíkir hópar eigi sér ekki allir rödd í fjölmiðlum.“ Á fundinum fjallar auk Elfu Ýrar Þórir Jónsson Hraundal um bakgrunn myndbirtingabanns í íslam, ýmsar algengar hugmyndir Vesturlandabúa um múslima og trú þeirra og veltir upp nokkrum spurningum um mögulegar undirliggjandi ástæður voðaverkanna í París. Róbert H. Haraldsson fjallar um tjáningarfrelsið og mörk þess í heimspekilegu samhengi og rétt einstaklingsins til að hugsa frjálslega og tjá hugsanir sínar óþvingað og óttalaust. Fundurinn verður haldinn í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 11.50. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Voðaverkin í París geta haft áhrif á tjáningarfrelsi okkar og mannréttindi, þá er viðbúið að þau ali á ótta í garð innflytjenda. Þetta segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar sem heldur hádegisfund í dag í samstarfi við Siðfræðistofnun um afleiðingar voðaverkanna undir yfirskriftinni Er penninn máttugri en sverðið? Elfa Ýr fjallar um hvaða áhrif voðaverkin í París geti haft á tjáningarfrelsi og borgaraleg réttindi á Vesturlöndum. Hún fjallar jafnframt um hvað beri að varast og leggur áherslu á að tjáningarfrelsi séu réttindi sem við höfum aflað okkur á löngum tíma og þau þurfi að verja og vernda. „Ég minni á að tjáningarfrelsið er ekki sjálfsögð réttindi. Við höfum aflað okkur þeirra á mjög löngum tíma. Við þurfum að gæta þessa frelsis mjög markvisst, hlúa að því og viðhalda því. Nú er viðbúið að það geti orðið meira eftirlit með fólki vegna voðaverkanna og það getur varðað tjáningarfrelsi en líka önnur mannréttindi, svo sem friðhelgi einkalífsins.“ Elfa Ýr segist í því samhengi spyrja sig hvaða áhrif hræðsla vegna voðaverkanna muni hafa á Vesturlöndum. „Voðaverkin eru framkvæmd til að vekja mikla hræðslu meðal fólks og það getur haft áhrif á það samfélag sem við búum í.“ Hún nefnir að það sé tilhneiging til þess að fjalla um tjáningarfrelsið á tyllidögum á meðan rík þörf sé til umræðu um það alla daga. Fjölmargt vegi að tjáningarfrelsinu og öðrum mannréttindum. Þá sé varhugavert að vera sinnulaus um minni mál sem geti hvert á eftir öðru breytt samfélaginu til lengri tíma. „Það eru minni hlutir að gerast í samfélaginu sem vekja ugg. Þeir varða til dæmis samþjöppun á eignarhaldi en þá stöndum við ekki upp til að verja tjáningarfrelsið. Ég held að almenningur geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu mikilvægt það er að gæta að réttindum okkar hér á landi af því við erum svo ungt lýðræðisríki. Það er ekki þessi sama meðvitund hjá okkur og víða annars staðar í Evrópu um hvað mannréttindi eru fólki mikilvæg og að við þurfum að hlúa að þeim. Lítil mál geta hvert á eftir öðru breytt samfélaginu til lengri tíma, án þess að það sé á einhverjum tíma staðið upp til varnar tjáningarfrelsinu. Þetta eru hlutir eins og áhrif auglýsenda á umfjöllun. Þegar upplýst er að einstaklingar eru að kaupa sig frá umfjöllun í fjölmiðlum, eða þegar ráðamenn reyna að hafa áhrif á gagnrýna umfjöllun um sig í fjölmiðlum.“ Elfa Ýr segir fá slík mál hafa komið inn á borð fjölmiðlanefndar, síðasta erindið sem nefndin fékk var vegna eignarhalds á DV. „Við fylgjumst með. Fjölmiðlarnir bera sig illa fjárhagslega. Það er það sem maður hefur áhyggjur af. Ef fjölmiðlar eru ekki burðugir fjárhagslega, þá er hætta á að blaða- og fréttamenn missi störf sín. Við slíkar aðstæður er hætta á sjálfsritskoðun. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir gagnrýna blaða- og fréttamennsku,“ segir Elfa Ýr. Hún vitnar í umræðu erlendis og segir að tímabært sé að athuga hvort innflytjendur eigi sér rödd í íslenskum fjölmiðlum eins og löndunum í kringum okkur. „Bakgrunnur blaða- og fréttamanna skiptir máli. Aldur, kyn, umhverfi og aðstæður í uppvexti og hvort þeir eiga foreldra af öðrum uppruna skiptir máli fyrir fjölbreytni í fjölmiðlum. Fjölbreytni er til góðs. Þegar maður lítur til þeirrar ójöfnu stöðu sem hefur verið á milli karla og kvenna, má leiða líkur að því að ólíkir hópar eigi sér ekki allir rödd í fjölmiðlum.“ Á fundinum fjallar auk Elfu Ýrar Þórir Jónsson Hraundal um bakgrunn myndbirtingabanns í íslam, ýmsar algengar hugmyndir Vesturlandabúa um múslima og trú þeirra og veltir upp nokkrum spurningum um mögulegar undirliggjandi ástæður voðaverkanna í París. Róbert H. Haraldsson fjallar um tjáningarfrelsið og mörk þess í heimspekilegu samhengi og rétt einstaklingsins til að hugsa frjálslega og tjá hugsanir sínar óþvingað og óttalaust. Fundurinn verður haldinn í Odda, Háskóla Íslands, og hefst kl. 11.50.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira