Launin hærri en samningur sagði til um Sveinn Arnarson skrifar 14. febrúar 2015 13:00 Auglýst verður eftir nýjum oddvita Skaftárhrepps í næstu viku. Að sögn oddvita sveitarstjórnar þurfti samvinna þeirra að enda. Fréttablaðið/Vilhelm Eygló Kristjánsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skaftárhrepps, greiddi sér hærri laun en greint var frá í ráðningarsamningi við hana. Eygló greiddi sér sömu upphæð og aðrir starfsmenn fá fyrir kaffitíma en sú upphæð var ekki tilgreind í ráðningarsamningi við hana. Þetta var meðal þeirra atriða sem ollu því að trúnaðarbrestur varð milli hennar og meirihluta hreppsnefndar Skaftárhrepps. Að endingu var Eygló látin fara sem sveitarstjóri og mun hún hætta störfum í lok mánaðarins.Eva Björk HarðardóttirEva Björk Harðardóttir, oddviti hreppsnefndar Skaftárhrepps, segir málið hafa farið í ákveðinn farveg upp á síðkastið. „Við fórum, öll hreppsnefndin, inn í þetta kjörtímabil saman og ætluðum að vinna saman. Hins vegar er ekki meirihluti lengur í hreppsnefndinni og því ekki samstarfsgrundvöllur lengur. Við viljum þó ekki greina frá því nákvæmlega hvað veldur þessum trúnaðarbresti og ætlum okkur ekki að fara þá leið í málinu,“ segir hún. Á síðasta ári kom upp nokkur óánægja meðal starfsmanna sveitarfélagsins með kaffiaðstöðu. Stéttarfélag starfsmanna krafðist þess að starfsmenn fengju greitt fyrir kaffitímann vegna aðstöðuleysis og á endanum var ákveðið að fara þá leið innan sveitarfélagsins. Sveitarstjóri greiddi sér einnig fyrir kaffitíma eins og aðrir starfsmenn, í óþökk meirihluta hreppsnefndar.Eygló KristjánsdóttirEva Björk vill ekki ræða þetta tiltekna mál en segir það vissulega hafa verið einn hluta af þeim trúnaðarbresti sem átti sér stað milli hreppsnefndarmeirihlutans og sveitarstjóra. „Það eru nokkur atriði sem við ætlum ekkert að telja upp, það er ákvörðun okkar sem stöndum að þessu. Það held ég að gagnist engum að fara þá leið og við værum engu bættari eftir svoleiðis málflutning,“ segir Eva Björk. „Það er bara ekki lengur meirihluti innan hreppsnefndar með hana og þar við situr.“ Samstarf þeirra Evu Bjarkar og Eyglóar hefur ekki verið gott síðustu mánuði og hafa samskipti þeirra ekki verið mikil. „Tíminn líður og þetta er niðurstaðan. Ég sagði sveitarstjóra að ég væri þess fullviss að hún gæti unnið með öðrum aðilum þó að okkar samstarf hafi ekki gengið sem skyldi. Við vonum bara að allir gangi sáttir frá þessu. Ég mun allavega ekki fara að tína neitt á hana,“ segir Eva Björk. Ekki náðist í Eygló Kristjánsdóttur, fráfarandi sveitarstjóra. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Eygló Kristjánsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Skaftárhrepps, greiddi sér hærri laun en greint var frá í ráðningarsamningi við hana. Eygló greiddi sér sömu upphæð og aðrir starfsmenn fá fyrir kaffitíma en sú upphæð var ekki tilgreind í ráðningarsamningi við hana. Þetta var meðal þeirra atriða sem ollu því að trúnaðarbrestur varð milli hennar og meirihluta hreppsnefndar Skaftárhrepps. Að endingu var Eygló látin fara sem sveitarstjóri og mun hún hætta störfum í lok mánaðarins.Eva Björk HarðardóttirEva Björk Harðardóttir, oddviti hreppsnefndar Skaftárhrepps, segir málið hafa farið í ákveðinn farveg upp á síðkastið. „Við fórum, öll hreppsnefndin, inn í þetta kjörtímabil saman og ætluðum að vinna saman. Hins vegar er ekki meirihluti lengur í hreppsnefndinni og því ekki samstarfsgrundvöllur lengur. Við viljum þó ekki greina frá því nákvæmlega hvað veldur þessum trúnaðarbresti og ætlum okkur ekki að fara þá leið í málinu,“ segir hún. Á síðasta ári kom upp nokkur óánægja meðal starfsmanna sveitarfélagsins með kaffiaðstöðu. Stéttarfélag starfsmanna krafðist þess að starfsmenn fengju greitt fyrir kaffitímann vegna aðstöðuleysis og á endanum var ákveðið að fara þá leið innan sveitarfélagsins. Sveitarstjóri greiddi sér einnig fyrir kaffitíma eins og aðrir starfsmenn, í óþökk meirihluta hreppsnefndar.Eygló KristjánsdóttirEva Björk vill ekki ræða þetta tiltekna mál en segir það vissulega hafa verið einn hluta af þeim trúnaðarbresti sem átti sér stað milli hreppsnefndarmeirihlutans og sveitarstjóra. „Það eru nokkur atriði sem við ætlum ekkert að telja upp, það er ákvörðun okkar sem stöndum að þessu. Það held ég að gagnist engum að fara þá leið og við værum engu bættari eftir svoleiðis málflutning,“ segir Eva Björk. „Það er bara ekki lengur meirihluti innan hreppsnefndar með hana og þar við situr.“ Samstarf þeirra Evu Bjarkar og Eyglóar hefur ekki verið gott síðustu mánuði og hafa samskipti þeirra ekki verið mikil. „Tíminn líður og þetta er niðurstaðan. Ég sagði sveitarstjóra að ég væri þess fullviss að hún gæti unnið með öðrum aðilum þó að okkar samstarf hafi ekki gengið sem skyldi. Við vonum bara að allir gangi sáttir frá þessu. Ég mun allavega ekki fara að tína neitt á hana,“ segir Eva Björk. Ekki náðist í Eygló Kristjánsdóttur, fráfarandi sveitarstjóra.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira