Innlent

Met kjörsókn um kjarasamning hjúkrunarfræðinga

Snærós Sindradóttir skrifar
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp á síðastliðnum vikum.
Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp á síðastliðnum vikum. vísir/vilhelm
Ríflega sjötíu prósent hjúkrunarfræðinga hafa greitt atkvæði um nýjan kjarasamning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við íslenska ríkið. Mikill fjöldi hjúkrunarfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við ætlaði að hafna samningnum.

Ólafur G. Skúlason
Formaður félagsins, Ólafur G. Skúlason, lítur ekki svo á að ef hjúkrunarfræðingar felli samninginn samsvari það einhvers konar vantraustsyfirlýsingu á hann. „Nei, alls ekki. Þetta voru sérstakar aðstæður sem við vorum að semja við.“

Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar líti svo á að ef samningurinn verður felldur hafi náðst samkomulag á samningstímabilinu sem komi í veg fyrir að málið fari fyrir gerðardóm. Ríkið er, að sögn Ólafs, ósammála þessari túlkun.

„Við munum að öllum líkindum sækja það fyrir dómstólum.“

Niðurstaða kosningarinnar verður kynnt klukkan tvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×