Erum við eins moldrík eins og við höldum? 19. júní 2015 10:45 Þær eru nokkrar aldirnar síðan Ingólfur og félagar tóku land á óbyggðri eyju langt norður í hafi og settust þar að. Sagan segir að þar hafi verið búsældarlegt um að litast; grasi grónir vellir, skógi vaxnar brekkur og tærir fjallalækir. Flest allt sem hugurinn girntist árið 874. Það tókst nú samt ekki betur en svo hjá ágætum forfeðrum okkar að innan fárra alda höfðu þeir rústað stórum hluta vistkerfa eyjunnar sem lofaði svo góðu þegar þeir stukku í land. Stærsta ástæða þess, eitthvað sem þeir höfðu engar forsendur til að geta sér til um, var jarðvegsgerðin. Auðlindin dulda var nefnilega gædd öðrum eiginleikum en þeir þekktu frá fyrri heimkynnum sínum. Þótt gróðurfarið minnti á gamla landið var samspil gróðursins og eldfjallajarðvegsins íslenska gjörólíkt. Íslenska moldin er frjósöm en hún er að sama skapi mjög viðkvæm og rofgjörn og þegar aðgangshörð landnýting bættist ofan á harðneskjulegt veðurfar og eldvirkni þá var ekki við góðu að búast. Þetta vissu Ingólfur og félagar alls ekki og hjuggu og beittu skóga og gróna bala sem í Noregi væru.Náttúruleg ásýnd eða ásýnd eyðileggingar? Afkomendur þeirra náðu ekki heldur að byggja upp þekkingu á eðliseiginlegum íslensku moldarinnar og því fór sem fór. Frá landnámi höfum við tapað tugmilljónum tonna af frjósamri mold úr vistkerfum okkar og við horfum enn á eftir henni fjúka úr rofnu landi á haf út. Alltof víða þar sem við dásömum ósnortna náttúru Íslands og tölum af innlifun um mikilvægi þess að vernda hana í þeirri mynd, þá erum við í raun að horfa á eydd eða jafnvel hrunin vistkerfi; illa snortin af ofnýtingu fyrri alda. Ísland er vistfræðilega verst farna land Evrópu. Er það raunverulega eitthvað til að hampa? Maður skyldi ætla að í dag værum við búin að átta okkur á mikilvægi moldarinnar. Að nú væri allri auðlindanýtingu stýrt útfrá þeirri staðreynd að tilvera okkar og annarra lífvera byggir að mestu á jarðveginum og getu hans til að að meðal annars framleiða lífmassa, brjóta niður lífrænar leyfar með aðstoð örvera og smádýra, að hreinsa og geyma vatn og binda kolefni úr andrúmslofti í samvinnu við gróðurinn sem í honum vex. En nei, því fer fjarri. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum blessunarlega náð að byggja upp síðustu aldirnar þá virðist moldin jafn ósýnileg sem áður og alltof fáir meðvitaðir um gildi jarðvegsverndar í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.Loksins von? Auðlindaákvæði í drögum að nýrri stjórnarskrá vakti mér því von í brjósti að nú fengi jarðvegsauðlindin þá vernd og viðurkenningu sem skortir svo sárlega. Ég sá fyrir mér að loksins hyllti í undirstöðu fyrir stórbætta lagaumgjörð um nýtingu auðlindarinnar, a.m.k. á landi í almannaeign. Ekki síst þar sem mér reiknaðist til að milli 5 og 10% alls láglendis séu í ríkiseign og vel yfir 80% af hálendinu flokkist sem þjóðlendur. Það væri því meira en sjálfsagt og eðlilegt að taka moldina inn með fiskinum og vatninu. Vonbrigðin urðu því talsverð þegar ég komst að því að moldin var jafn utangarðs og fyrrum. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá inniheldur ekki staf um jarðvegsauðlindina, hvað þá um mikilvægi þess að vernda hana. Hvernig má það vera? Jarðvegsvernd er eitt stærsta umhverfismál samtímans; hún er samtvinnuð vatnshag heimsins og talin ein af meginleiðunum sem við eigum færar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Í tilefni 17.júní, þjóðhátíðardags okkar Íslendinga, sem af stakri tilviljun er einnig alþjóðlegur dagur um varnir gegn eyðimerkurmyndun, heiti ég því á stjórnvöld að sýna gott fordæmi og taka jarðveginn inn í auðlindaákvæði draga af nýrri stjórnarskrá; okkur til hagsbóta og öðrum þjóðum til eftirbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þær eru nokkrar aldirnar síðan Ingólfur og félagar tóku land á óbyggðri eyju langt norður í hafi og settust þar að. Sagan segir að þar hafi verið búsældarlegt um að litast; grasi grónir vellir, skógi vaxnar brekkur og tærir fjallalækir. Flest allt sem hugurinn girntist árið 874. Það tókst nú samt ekki betur en svo hjá ágætum forfeðrum okkar að innan fárra alda höfðu þeir rústað stórum hluta vistkerfa eyjunnar sem lofaði svo góðu þegar þeir stukku í land. Stærsta ástæða þess, eitthvað sem þeir höfðu engar forsendur til að geta sér til um, var jarðvegsgerðin. Auðlindin dulda var nefnilega gædd öðrum eiginleikum en þeir þekktu frá fyrri heimkynnum sínum. Þótt gróðurfarið minnti á gamla landið var samspil gróðursins og eldfjallajarðvegsins íslenska gjörólíkt. Íslenska moldin er frjósöm en hún er að sama skapi mjög viðkvæm og rofgjörn og þegar aðgangshörð landnýting bættist ofan á harðneskjulegt veðurfar og eldvirkni þá var ekki við góðu að búast. Þetta vissu Ingólfur og félagar alls ekki og hjuggu og beittu skóga og gróna bala sem í Noregi væru.Náttúruleg ásýnd eða ásýnd eyðileggingar? Afkomendur þeirra náðu ekki heldur að byggja upp þekkingu á eðliseiginlegum íslensku moldarinnar og því fór sem fór. Frá landnámi höfum við tapað tugmilljónum tonna af frjósamri mold úr vistkerfum okkar og við horfum enn á eftir henni fjúka úr rofnu landi á haf út. Alltof víða þar sem við dásömum ósnortna náttúru Íslands og tölum af innlifun um mikilvægi þess að vernda hana í þeirri mynd, þá erum við í raun að horfa á eydd eða jafnvel hrunin vistkerfi; illa snortin af ofnýtingu fyrri alda. Ísland er vistfræðilega verst farna land Evrópu. Er það raunverulega eitthvað til að hampa? Maður skyldi ætla að í dag værum við búin að átta okkur á mikilvægi moldarinnar. Að nú væri allri auðlindanýtingu stýrt útfrá þeirri staðreynd að tilvera okkar og annarra lífvera byggir að mestu á jarðveginum og getu hans til að að meðal annars framleiða lífmassa, brjóta niður lífrænar leyfar með aðstoð örvera og smádýra, að hreinsa og geyma vatn og binda kolefni úr andrúmslofti í samvinnu við gróðurinn sem í honum vex. En nei, því fer fjarri. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum blessunarlega náð að byggja upp síðustu aldirnar þá virðist moldin jafn ósýnileg sem áður og alltof fáir meðvitaðir um gildi jarðvegsverndar í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.Loksins von? Auðlindaákvæði í drögum að nýrri stjórnarskrá vakti mér því von í brjósti að nú fengi jarðvegsauðlindin þá vernd og viðurkenningu sem skortir svo sárlega. Ég sá fyrir mér að loksins hyllti í undirstöðu fyrir stórbætta lagaumgjörð um nýtingu auðlindarinnar, a.m.k. á landi í almannaeign. Ekki síst þar sem mér reiknaðist til að milli 5 og 10% alls láglendis séu í ríkiseign og vel yfir 80% af hálendinu flokkist sem þjóðlendur. Það væri því meira en sjálfsagt og eðlilegt að taka moldina inn með fiskinum og vatninu. Vonbrigðin urðu því talsverð þegar ég komst að því að moldin var jafn utangarðs og fyrrum. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá inniheldur ekki staf um jarðvegsauðlindina, hvað þá um mikilvægi þess að vernda hana. Hvernig má það vera? Jarðvegsvernd er eitt stærsta umhverfismál samtímans; hún er samtvinnuð vatnshag heimsins og talin ein af meginleiðunum sem við eigum færar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Í tilefni 17.júní, þjóðhátíðardags okkar Íslendinga, sem af stakri tilviljun er einnig alþjóðlegur dagur um varnir gegn eyðimerkurmyndun, heiti ég því á stjórnvöld að sýna gott fordæmi og taka jarðveginn inn í auðlindaákvæði draga af nýrri stjórnarskrá; okkur til hagsbóta og öðrum þjóðum til eftirbreytni.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar