Erum við eins moldrík eins og við höldum? 19. júní 2015 10:45 Þær eru nokkrar aldirnar síðan Ingólfur og félagar tóku land á óbyggðri eyju langt norður í hafi og settust þar að. Sagan segir að þar hafi verið búsældarlegt um að litast; grasi grónir vellir, skógi vaxnar brekkur og tærir fjallalækir. Flest allt sem hugurinn girntist árið 874. Það tókst nú samt ekki betur en svo hjá ágætum forfeðrum okkar að innan fárra alda höfðu þeir rústað stórum hluta vistkerfa eyjunnar sem lofaði svo góðu þegar þeir stukku í land. Stærsta ástæða þess, eitthvað sem þeir höfðu engar forsendur til að geta sér til um, var jarðvegsgerðin. Auðlindin dulda var nefnilega gædd öðrum eiginleikum en þeir þekktu frá fyrri heimkynnum sínum. Þótt gróðurfarið minnti á gamla landið var samspil gróðursins og eldfjallajarðvegsins íslenska gjörólíkt. Íslenska moldin er frjósöm en hún er að sama skapi mjög viðkvæm og rofgjörn og þegar aðgangshörð landnýting bættist ofan á harðneskjulegt veðurfar og eldvirkni þá var ekki við góðu að búast. Þetta vissu Ingólfur og félagar alls ekki og hjuggu og beittu skóga og gróna bala sem í Noregi væru.Náttúruleg ásýnd eða ásýnd eyðileggingar? Afkomendur þeirra náðu ekki heldur að byggja upp þekkingu á eðliseiginlegum íslensku moldarinnar og því fór sem fór. Frá landnámi höfum við tapað tugmilljónum tonna af frjósamri mold úr vistkerfum okkar og við horfum enn á eftir henni fjúka úr rofnu landi á haf út. Alltof víða þar sem við dásömum ósnortna náttúru Íslands og tölum af innlifun um mikilvægi þess að vernda hana í þeirri mynd, þá erum við í raun að horfa á eydd eða jafnvel hrunin vistkerfi; illa snortin af ofnýtingu fyrri alda. Ísland er vistfræðilega verst farna land Evrópu. Er það raunverulega eitthvað til að hampa? Maður skyldi ætla að í dag værum við búin að átta okkur á mikilvægi moldarinnar. Að nú væri allri auðlindanýtingu stýrt útfrá þeirri staðreynd að tilvera okkar og annarra lífvera byggir að mestu á jarðveginum og getu hans til að að meðal annars framleiða lífmassa, brjóta niður lífrænar leyfar með aðstoð örvera og smádýra, að hreinsa og geyma vatn og binda kolefni úr andrúmslofti í samvinnu við gróðurinn sem í honum vex. En nei, því fer fjarri. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum blessunarlega náð að byggja upp síðustu aldirnar þá virðist moldin jafn ósýnileg sem áður og alltof fáir meðvitaðir um gildi jarðvegsverndar í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.Loksins von? Auðlindaákvæði í drögum að nýrri stjórnarskrá vakti mér því von í brjósti að nú fengi jarðvegsauðlindin þá vernd og viðurkenningu sem skortir svo sárlega. Ég sá fyrir mér að loksins hyllti í undirstöðu fyrir stórbætta lagaumgjörð um nýtingu auðlindarinnar, a.m.k. á landi í almannaeign. Ekki síst þar sem mér reiknaðist til að milli 5 og 10% alls láglendis séu í ríkiseign og vel yfir 80% af hálendinu flokkist sem þjóðlendur. Það væri því meira en sjálfsagt og eðlilegt að taka moldina inn með fiskinum og vatninu. Vonbrigðin urðu því talsverð þegar ég komst að því að moldin var jafn utangarðs og fyrrum. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá inniheldur ekki staf um jarðvegsauðlindina, hvað þá um mikilvægi þess að vernda hana. Hvernig má það vera? Jarðvegsvernd er eitt stærsta umhverfismál samtímans; hún er samtvinnuð vatnshag heimsins og talin ein af meginleiðunum sem við eigum færar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Í tilefni 17.júní, þjóðhátíðardags okkar Íslendinga, sem af stakri tilviljun er einnig alþjóðlegur dagur um varnir gegn eyðimerkurmyndun, heiti ég því á stjórnvöld að sýna gott fordæmi og taka jarðveginn inn í auðlindaákvæði draga af nýrri stjórnarskrá; okkur til hagsbóta og öðrum þjóðum til eftirbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Þær eru nokkrar aldirnar síðan Ingólfur og félagar tóku land á óbyggðri eyju langt norður í hafi og settust þar að. Sagan segir að þar hafi verið búsældarlegt um að litast; grasi grónir vellir, skógi vaxnar brekkur og tærir fjallalækir. Flest allt sem hugurinn girntist árið 874. Það tókst nú samt ekki betur en svo hjá ágætum forfeðrum okkar að innan fárra alda höfðu þeir rústað stórum hluta vistkerfa eyjunnar sem lofaði svo góðu þegar þeir stukku í land. Stærsta ástæða þess, eitthvað sem þeir höfðu engar forsendur til að geta sér til um, var jarðvegsgerðin. Auðlindin dulda var nefnilega gædd öðrum eiginleikum en þeir þekktu frá fyrri heimkynnum sínum. Þótt gróðurfarið minnti á gamla landið var samspil gróðursins og eldfjallajarðvegsins íslenska gjörólíkt. Íslenska moldin er frjósöm en hún er að sama skapi mjög viðkvæm og rofgjörn og þegar aðgangshörð landnýting bættist ofan á harðneskjulegt veðurfar og eldvirkni þá var ekki við góðu að búast. Þetta vissu Ingólfur og félagar alls ekki og hjuggu og beittu skóga og gróna bala sem í Noregi væru.Náttúruleg ásýnd eða ásýnd eyðileggingar? Afkomendur þeirra náðu ekki heldur að byggja upp þekkingu á eðliseiginlegum íslensku moldarinnar og því fór sem fór. Frá landnámi höfum við tapað tugmilljónum tonna af frjósamri mold úr vistkerfum okkar og við horfum enn á eftir henni fjúka úr rofnu landi á haf út. Alltof víða þar sem við dásömum ósnortna náttúru Íslands og tölum af innlifun um mikilvægi þess að vernda hana í þeirri mynd, þá erum við í raun að horfa á eydd eða jafnvel hrunin vistkerfi; illa snortin af ofnýtingu fyrri alda. Ísland er vistfræðilega verst farna land Evrópu. Er það raunverulega eitthvað til að hampa? Maður skyldi ætla að í dag værum við búin að átta okkur á mikilvægi moldarinnar. Að nú væri allri auðlindanýtingu stýrt útfrá þeirri staðreynd að tilvera okkar og annarra lífvera byggir að mestu á jarðveginum og getu hans til að að meðal annars framleiða lífmassa, brjóta niður lífrænar leyfar með aðstoð örvera og smádýra, að hreinsa og geyma vatn og binda kolefni úr andrúmslofti í samvinnu við gróðurinn sem í honum vex. En nei, því fer fjarri. Þrátt fyrir alla þá þekkingu sem við höfum blessunarlega náð að byggja upp síðustu aldirnar þá virðist moldin jafn ósýnileg sem áður og alltof fáir meðvitaðir um gildi jarðvegsverndar í hagrænu og vistfræðilegu samhengi.Loksins von? Auðlindaákvæði í drögum að nýrri stjórnarskrá vakti mér því von í brjósti að nú fengi jarðvegsauðlindin þá vernd og viðurkenningu sem skortir svo sárlega. Ég sá fyrir mér að loksins hyllti í undirstöðu fyrir stórbætta lagaumgjörð um nýtingu auðlindarinnar, a.m.k. á landi í almannaeign. Ekki síst þar sem mér reiknaðist til að milli 5 og 10% alls láglendis séu í ríkiseign og vel yfir 80% af hálendinu flokkist sem þjóðlendur. Það væri því meira en sjálfsagt og eðlilegt að taka moldina inn með fiskinum og vatninu. Vonbrigðin urðu því talsverð þegar ég komst að því að moldin var jafn utangarðs og fyrrum. Auðlindaákvæðið í drögum að nýrri stjórnarskrá inniheldur ekki staf um jarðvegsauðlindina, hvað þá um mikilvægi þess að vernda hana. Hvernig má það vera? Jarðvegsvernd er eitt stærsta umhverfismál samtímans; hún er samtvinnuð vatnshag heimsins og talin ein af meginleiðunum sem við eigum færar til að sporna gegn loftslagsbreytingum. Í tilefni 17.júní, þjóðhátíðardags okkar Íslendinga, sem af stakri tilviljun er einnig alþjóðlegur dagur um varnir gegn eyðimerkurmyndun, heiti ég því á stjórnvöld að sýna gott fordæmi og taka jarðveginn inn í auðlindaákvæði draga af nýrri stjórnarskrá; okkur til hagsbóta og öðrum þjóðum til eftirbreytni.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar