Innlent

Sátt náðist um starfslok slökkviliðsstjórans

Sveinn Arnarsson skrifar
Eineltiskvartanir hafa flogið á víxl í slökkviliðinu á Akureyri síðustu ár og áratugi. Nú hefur verið skipt um slökkviliðsstjóra.
Eineltiskvartanir hafa flogið á víxl í slökkviliðinu á Akureyri síðustu ár og áratugi. Nú hefur verið skipt um slökkviliðsstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Náðst hefur samkomulag um starfslok Þorvaldar Helga Auðunssonar sem slökkviliðsstjóra á Akureyri. Hætti hann störfum um mánaðamótin síðustu eftir tæplega tveggja ára setu sem slökkviliðsstjóri.

Þorvaldur Helgi kvartaði undan einelti sem hann sagðist verða fyrir í störfum sínum. Meintir gerendur í eineltismálinu voru stjórnendur í Ráðhúsi Akureyrarbæjar; bæjartæknifræðingur, starfsmannastjóri bæjarins og bæjarlögmaður.

Samkvæmt Eiríki Birni Björgvinssyni fór sú eineltiskvörtun í ákveðið rannsóknarferli og niðurstaða úr þeirri rannsókn er fengin. Unnið verður áfram með þær niðurstöður innan bæjarkerfisins.

Samhliða starfslokum Þorvaldar Helga náðist samkomulag við þáverandi aðstoðarslökkviliðsstjóra, Ólaf Stefánsson, um að taka að sér stöðu slökkviliðsstjóra tímabundið til eins árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×