Innlent

Hafði aldrei tekið bílpróf og ölvaður

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Þegar lögregla stöðvaði ökumann á Vífilsstaðavegi um miðnætti kom í ljós að hann hafði aldrei tekið bílpróf og var auk þess undir áhrifum áfengis. Annar sem var stöðvaður, reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs áður og hafa ítrekað verið tekinn úr umferð þrátt fyrir það.

Einn ökumaður var tekinn úr umferð í nótt vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og lögreglan hafði afskipti af þremur erlendum sjómönnum við Grandagarð vegna vörslu fíkniefna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×