„Til voru menn sem hældu sér af því að hafa "tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júní 2015 12:11 Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur, var til sjós á 20 ár. vísir Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur, kemur Hildi Lilliendahl til varnar í pistli sem hún skrifar á bloggsíðu sína í dag. Pistillinn ber titilinn „Hugleiðingar um heimilisofbeldi sjómanna.“ Ummæli sem Hildur lét falla á Facebook um sjómenn á sjómannadaginn, en tók síðar út, hafa vakið mikla athygli og töluverða reiði.Í stuttu samtali við Vísi á mánudag sagðist Hildur hafa fjarlægt ummælin um leið og hún áttaði sig á því hve margir misskildu hana, en Anna leggur út af viðbrögðunum við færslu Hildar í pistli sínum. Segist hún hafa verið í fríi í París á sjómannadaginn og hafa fengið ákúrur fyrir það en Anna var á sjó í tuttugu ár en starfar nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Svo kom ég heim í rokið og rigninguna, atið í vinnunni, hávaðann og stressið og neikvæðu umræðuna í þjóðfélaginu og það sem efst var á baugi, fáein orð sögð í fljótfærni í garð sjómanna sem fljótlega hafði verið eytt og stór hluti þjóðarinnar reif sig ofan í rassgat af hneykslan yfir orðum ungu konunnar sem misst hafði orðin út úr sér og eytt þeim. Allt í einu var umburðarlyndið fyrir bí enda stúlkan þekkt fyrir háværa baráttu fyrir kvenréttindum og íslenska þjóðin jós yfir hana heilögum svívirðingum.“„Heyra mátti ofbeldið í þarnæstu íbúð“ Anna segist hafa reynt að bera blak af Hildi á Facebook en hafi samstundis verið „skotin í kaf af reiðum körlum og kerlingum sem virtust eiga sér það eitt að áhugamáli að hata umrædda konu.“ Anna rifjar síðan upp fyrstu árin sín þegar hún bjó fyrst í illa byggðum timburhúsum og „heyra mátti heimilisofbeldið í þarnæstu íbúð og jafnvel íbúðum lengra í burtu.“ Svo rifjar hún upp fyrstu árin sín á sjónum: „[...] á gömlum nýsköpunartogurum þar sem margir komu dauðadrukknir um borð þegar farið var út á sjó og til voru menn sem hældu sér af því að hafa „tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni. Ekki var álitið mikið á þessum hetjum hafsins, komu kannski í land á mánudegi og flýttu sér í Ríkið til að kaupa sér bokku eða tvær sem voru svo teknar hvíldarlaust út áður en haldið var til hafs á ný. Margir kunnu sér ekki hóf og þessum inniverum fylgdi talsvert ofbeldi og inniverurnar urðu sem martröð fyrir börnin sem máttu horfa upp á þennan viðbjóð.“ Pistil Önnu má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Hildur útskýrir betur ummælin um sjómenn Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. 10. júní 2015 09:56 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Anna Kristjánsdóttir, vélfræðingur, kemur Hildi Lilliendahl til varnar í pistli sem hún skrifar á bloggsíðu sína í dag. Pistillinn ber titilinn „Hugleiðingar um heimilisofbeldi sjómanna.“ Ummæli sem Hildur lét falla á Facebook um sjómenn á sjómannadaginn, en tók síðar út, hafa vakið mikla athygli og töluverða reiði.Í stuttu samtali við Vísi á mánudag sagðist Hildur hafa fjarlægt ummælin um leið og hún áttaði sig á því hve margir misskildu hana, en Anna leggur út af viðbrögðunum við færslu Hildar í pistli sínum. Segist hún hafa verið í fríi í París á sjómannadaginn og hafa fengið ákúrur fyrir það en Anna var á sjó í tuttugu ár en starfar nú hjá Orkuveitu Reykjavíkur. „Svo kom ég heim í rokið og rigninguna, atið í vinnunni, hávaðann og stressið og neikvæðu umræðuna í þjóðfélaginu og það sem efst var á baugi, fáein orð sögð í fljótfærni í garð sjómanna sem fljótlega hafði verið eytt og stór hluti þjóðarinnar reif sig ofan í rassgat af hneykslan yfir orðum ungu konunnar sem misst hafði orðin út úr sér og eytt þeim. Allt í einu var umburðarlyndið fyrir bí enda stúlkan þekkt fyrir háværa baráttu fyrir kvenréttindum og íslenska þjóðin jós yfir hana heilögum svívirðingum.“„Heyra mátti ofbeldið í þarnæstu íbúð“ Anna segist hafa reynt að bera blak af Hildi á Facebook en hafi samstundis verið „skotin í kaf af reiðum körlum og kerlingum sem virtust eiga sér það eitt að áhugamáli að hata umrædda konu.“ Anna rifjar síðan upp fyrstu árin sín þegar hún bjó fyrst í illa byggðum timburhúsum og „heyra mátti heimilisofbeldið í þarnæstu íbúð og jafnvel íbúðum lengra í burtu.“ Svo rifjar hún upp fyrstu árin sín á sjónum: „[...] á gömlum nýsköpunartogurum þar sem margir komu dauðadrukknir um borð þegar farið var út á sjó og til voru menn sem hældu sér af því að hafa „tuskað til kjeddlinguna“ í inniverunni. Ekki var álitið mikið á þessum hetjum hafsins, komu kannski í land á mánudegi og flýttu sér í Ríkið til að kaupa sér bokku eða tvær sem voru svo teknar hvíldarlaust út áður en haldið var til hafs á ný. Margir kunnu sér ekki hóf og þessum inniverum fylgdi talsvert ofbeldi og inniverurnar urðu sem martröð fyrir börnin sem máttu horfa upp á þennan viðbjóð.“ Pistil Önnu má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56 Hildur útskýrir betur ummælin um sjómenn Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. 10. júní 2015 09:56 Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Segir marga misskilja færslu sína um sjómenn "Hetjur hafsins komu líka í land, duttu í það og lömdu konurnar sínar,“ sagði Hildur Lilliendahl í tilefni sjómannadagsins í gær. "Við skulum ekki gleyma öllum skuggahliðunum á þessari menningu.“ 8. júní 2015 11:56
Hildur útskýrir betur ummælin um sjómenn Hún segist hafa átt við að hættulegt væri að upphefja karlmannlegar hetjuímyndir. 10. júní 2015 09:56
Það misskildi enginn innlegg þitt Hildur Svar Friðgeirs Sveinssonar við Fésbókarfærslu Hildar Lilliendahl í tilefni Sjómannadagsins hefur vakið mikla athygli. 8. júní 2015 21:59