Innlent

Vilja vita hverjir hafa aðgang að farsímanotkun kjörinna fulltrúa í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill krefjast þess að vita hverjir hafa aðgang að símanotkun.
Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill krefjast þess að vita hverjir hafa aðgang að símanotkun. vísir
Á borgarráðsfundi í gær báru þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þá spurningu upp um hvort að starfsmönnum borgarinnar hefðu aðgengi að farsímanotkun kjörinna fulltrúa.

Bæjarfulltrúar minnihlutans í bæjarráði Hafnarfjarðar hafa sent Persónuvernd kvörtun þar sem þeir segja meirihlutann hnýsast í símtalaskrár þeirra án þeirra vitundar og samþykkis.

Sjá einnig: Könnuðu hverja kjörnir fulltrúar töluðu við í síma

Bæjaryfirvöld óskuðu eftir lista yfir símtöl kjörinna fulltrúa og skoðað þau við rannsókn ákveðins máls.

Fram hefur komið að Hafnarfjarðarbær fékk upplýsingar frá Vodafone um símtöl úr númerum sem tengjast bænum fyrir sex klukkustunda tímabil 14. nóvember í fyrra.

Ætlunin var að komast að því hvort og þá hver hefði boðað starfsmann hafnarstjórnar á fund í ráðhúsinu.

Sjá einnig: Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hverjir hafi aðgang að upplýsingum um farsímanotkun kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar og hvernig sé farið með slíkt.

„Hvaða aðili innan borgarinnar hefur aðgang að mínum síðum og/eða fyrirtækjasíðum Vodafone og getur þannig fylgst með öllum farsímum sem skráðir eru hjá borginni. Er starfsmönnum kynnt að upplýsingar um notkun séu aðgengilegar? Ef svo er hvernig á sú kynning sér stað?,“ segir í tilkynningu frá borgarráði Sjálfstæðisflokksins.


Tengdar fréttir

Bæjarstjóri játar að hafa skoðað símtalaskrár

Bæjarfulltrúar minnihlutans í Hafnarfirði segja skýringar bæjaryfirvalda ekki duga til þess að þeir kalli aftur kvörtun til Persónuverndar vegna skoðunar á símanotkun þeirra. Engin svör bárust frá bænum við spurningum Fréttablaðsins.

Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið

Starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ munu ráðgast við lögmann er Persónuvernd hefur lokið skoðun á símtalamálinu. Síminn segir að tilkynna þurfi starfsmönnum fyrirfram að fyrirtæki kunni að fygjast með símnotkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×