Ríflegur meirihluti Reykvíkinga vill aðild að ESB Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2015 19:45 Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri. Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira
Stuðningur við aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur aukist og munar nú aðeins átta prósentustigum á milli þeirra sem vilja aðild og þeirra sem eru á móti henni, andstæðingum aðildar í hag. Þá er meirihluti þjóðarinnar á móti því að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Capacent Gallup kannaði hug fólks á kosningaaldri til annars vegar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og hins vegar til þess hvort draga ætti umsókn um aðild til baka fyrir Já Ísland dagana 22. til 29. janúar. Mjög dregur saman með fylkingum, því 53,8 prósent segjast munu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu en 46,2 prósent segjast muna samþiggja aðild. Aðeins munar 8 prósentustigum á fylkingunum og hefur stuðningurinn við aðild aldrei mælst meiri, að sögn Jóns Steindórs Valdimarssonar formanns Já Ísland. Þetta kemur Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi utanríkisráðherra ekki á óvart. „Það hefur verið mikil umræða um Evrópusambandið og menn hafa kynnt sér það í þaula og komist að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé betur borgið þar heldur en utan. En síðan er ég þeirrar skoðunar að þegar samningur liggur fyrir í fyllingu tímans muni menn sjá að það er mjög farsælt fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið margra hluta vegna,“ segir Össur. Þegar spurt er hvort fólk sé hlynt eða andvígt því að íslensk stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands til baka, segjast 53,2 prósent vera andvíg því, 35,7 prósent vilja draga umsóknina til baka en 11,1 prósent svöruðu hvorki né. Það kemur ekki á óvart að stuðningur við að draga umsóknina til baka er mestur meðal kjósenda stjórnarflokkanna, 70 prósent framsóknarmanna og 59 prósent sjálfstæísmanna. Þó eru 28 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins á móti því og mikill meirihluti þeirra sem kjósa stjórnarandstöðuflokkanna vill ekki draga umsóknina til baka. Vilhjálmur Bjarnason einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir andstöðuna við riftun viðræðna í flokknum komi ekki á óvart. Stuðningurinn við að klára viðræðurnar og aðild sé mikill bæði meðal sjálfstæðismanna í röðum atvinnurekenda og innan verkalýðshreyfingarinnar. „Að uppfylltum vissum skilyrðum. En hins vegar kemur líka fram í þessari könnun að það eru dálítið mikil skipti milli höfuðborgar landsbyggðar og það kannski kemur mér á óvart. Vegna þess að landsbyggðarkaflarnir, sem eru þá landbúnaður og sjávarútvegur, hafa aldrei verið ræddir. Þannig að menn vita ekkert hvað þeir eru að tala um,“ segir Vilhjálmur. Þannig segjast 61 prósent kjósenda í Reykjavík munu kjósa með aðild að sambandinu, 47 prósent kjósenda í nágrannasveitarfélögum borgarinnar en 30 prósent íbúa annarra sveitarfélaga eru fylgjandi aðild að ESB. Þá eykst stuðningur við aðild eftir því sem menntun fólks er meiri og tekjurnar hærri.
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Sjá meira