Jói og Gugga edrú í fjögur og hálft ár: „Það er ekki í boði að fara til baka“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2015 13:11 Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir, betur þekkt sem Jói og Gugga, hafa nú verið edrú í fjögur og hálft ár en þau voru langt leiddir sprautufíklar. Þau tóku morfín á hverjum degi en fréttaskýringarþátturinn Kompás fylgdi þeim eftir árið 2006 og þau urðu landsþekkt í kjölfarið. Jói og Gugga sögðu frá bataferli sínu í gærkvöldi í sérstökum söfnunarþætti fyrir Samhjálp en þau eiga samtökunum mikið að þakka. Þau voru búin að vera í sjö ár í morfínneyslu áður en þau fóru í meðferð. „Við vorum alveg á lokastigi en alkóhólismans en svo gáfumst við bara upp. Við gátum ekki meira. Ég vildi bara deyja, ég gat ekki meir,“ sagði Gugga.Átti ekki mikið eftir árið 2006 Spilað var brot úr Kompás-þættinum þar sem Jói sagði meðal annars að þau vildu ekki vera í neyslu. Þess vegna kæmu þau fram fyrir framan alþjóð. „Eina sem við þráum er að komast út úr þessu.“ Gugga sagði að henni hafi brugðið dálítið við að sjá innslagið sem tekið var fyrir níu árum. „Ég veit að ég var alveg svakalega mikið veik, ég átti ekki mikið eftir og ég er svo óendanlega þakklát að sjá þetta og sjá mig svo í dag að þetta skuli hafa tekist.“Staðir á borð við Hlaðgerðarkot lífsnauðsynlegir Hún sagðist ekki vera hrædd í dag við að falla. Hún hafi saknað þess mikið fyrstu mánuðina að fá sér en í dag sé staðan önnur. „Ég ætla ekki á þennan stað aftur. Ég tek meðvitaða ákvörðun hvern einasta dag, ég fer á hnén á hverjum degi og ákveð það að vera edrú.“ Jói sagði það lífsnauðsynlegt að til séu staðir á borð við Hlaðgerðarkot. „Að sitja hér í dag og vera að safna fyrir Samhjálp til að þeirri geti haldið áfram í sinni forvörn og haldið áfram að gefa fólki von, ég held að það sé ekki til neitt sem er jafnfallegt.“ Honum dauðbrá einnig að sjá myndbrotið úr Kompási. „Það er ekki í boði að fara til baka.“ Horfa má á viðtalið við Jóa og Guggu í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsmaður í golfi: „Ég keyrði mig áfram á dópi“ Sigurþór Jónsson var á Hlaðgerðarkoti í sex mánuði þar sem hann tókst á við áfengis-og vímuefnafíkn sína. 21. nóvember 2015 21:32 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Jóhann Traustason og Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir, betur þekkt sem Jói og Gugga, hafa nú verið edrú í fjögur og hálft ár en þau voru langt leiddir sprautufíklar. Þau tóku morfín á hverjum degi en fréttaskýringarþátturinn Kompás fylgdi þeim eftir árið 2006 og þau urðu landsþekkt í kjölfarið. Jói og Gugga sögðu frá bataferli sínu í gærkvöldi í sérstökum söfnunarþætti fyrir Samhjálp en þau eiga samtökunum mikið að þakka. Þau voru búin að vera í sjö ár í morfínneyslu áður en þau fóru í meðferð. „Við vorum alveg á lokastigi en alkóhólismans en svo gáfumst við bara upp. Við gátum ekki meira. Ég vildi bara deyja, ég gat ekki meir,“ sagði Gugga.Átti ekki mikið eftir árið 2006 Spilað var brot úr Kompás-þættinum þar sem Jói sagði meðal annars að þau vildu ekki vera í neyslu. Þess vegna kæmu þau fram fyrir framan alþjóð. „Eina sem við þráum er að komast út úr þessu.“ Gugga sagði að henni hafi brugðið dálítið við að sjá innslagið sem tekið var fyrir níu árum. „Ég veit að ég var alveg svakalega mikið veik, ég átti ekki mikið eftir og ég er svo óendanlega þakklát að sjá þetta og sjá mig svo í dag að þetta skuli hafa tekist.“Staðir á borð við Hlaðgerðarkot lífsnauðsynlegir Hún sagðist ekki vera hrædd í dag við að falla. Hún hafi saknað þess mikið fyrstu mánuðina að fá sér en í dag sé staðan önnur. „Ég ætla ekki á þennan stað aftur. Ég tek meðvitaða ákvörðun hvern einasta dag, ég fer á hnén á hverjum degi og ákveð það að vera edrú.“ Jói sagði það lífsnauðsynlegt að til séu staðir á borð við Hlaðgerðarkot. „Að sitja hér í dag og vera að safna fyrir Samhjálp til að þeirri geti haldið áfram í sinni forvörn og haldið áfram að gefa fólki von, ég held að það sé ekki til neitt sem er jafnfallegt.“ Honum dauðbrá einnig að sjá myndbrotið úr Kompási. „Það er ekki í boði að fara til baka.“ Horfa má á viðtalið við Jóa og Guggu í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsmaður í golfi: „Ég keyrði mig áfram á dópi“ Sigurþór Jónsson var á Hlaðgerðarkoti í sex mánuði þar sem hann tókst á við áfengis-og vímuefnafíkn sína. 21. nóvember 2015 21:32 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsmaður í golfi: „Ég keyrði mig áfram á dópi“ Sigurþór Jónsson var á Hlaðgerðarkoti í sex mánuði þar sem hann tókst á við áfengis-og vímuefnafíkn sína. 21. nóvember 2015 21:32