Metþátttaka í sleðahundakeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2015 11:00 Keppt er í mörgum aldursflokkum á Íslandsmeistaramótinu og þeir sem eru undir keppnisaldri geta fengið að sitja á sleðunum. mynd/pétur skarp Á Íslandsmeistaramótinu í sleðahundakeppni er bæði keppt á gönguskíðum og sleðum. Flokkarnir eru fjölmargir, karla- og kvennaflokkar, aldursskiptir flokkar og svo flokkar eftir því hve margir hundar draga keppendur áfram. Mótið hefst í dag og heldur áfram á morgun. Þegar samband náðist við Gunnar Ómarsson, einn skipuleggjenda mótsins, daginn fyrir keppni, var hann á kafi í undirbúningi fyrir mótið og þá aðallega að leita að snjó. „Já, við erum að reyna að finna bestu staðina fyrir brautina. Við erum í snjóleit í augnablikinu. Þetta er bara þannig sport að maður verður að spila eftir veðrinu.“ Í ár er metþátttaka, eða 68 keppendur. „Það var algjör hundasprenging í hruninu og við finnum fyrir vaxandi vinsældum með hverju árinu. Það eiga þó ekki allir hundana sjálfir. Sumir eiga kannski einn husky-hund en fá svo lánaða tvo til þrjá fyrir keppnina. Við hjónin erum bæði í þessu og ég átti að fá að keppa þetta árið með okkar hunda en þá kom hún aftan að mér og fékk lánaða hunda og ætlar að keppa við mig,“ segir Gunnar léttur í bragði. Flestir hundarnir eru af husky-kyni.mynd/Pétur skarpHeimagerðir sleðar Keppendur keppa á alls kyns sleðum og flestir eru heimagerðir. „Sleðarnir eru af öllum gerðum. Sumir úr tré, áli og aðrir með stóra Grænlandssleða sem myndu henta til búslóðarflutninga. Flestir eru með husky-hunda en einnig eru blendingar og aðrar tegundir. Ég hef sjálfur keppt með doberman-hund og border collie er líka vinsæl tegund enda fjörugir hundar.“ Í dag verður keppt á sleðum en á morgun á gönguskíðum. „Það eru margar aðferðir til að keppa með sleðahundum. Gönguskíði er ein aðferð en þá draga hundarnir keppandann áfram með mittisbelti og á haustin er keppt á reiðhjólum, hlaupahjólum og bara hlaupandi á eigin fótum enda enginn snjór. Þetta snýst fyrst og fremst um að hundarnir leiði veginn, séu á undan en ekki bókstaflega dragi keppandann áfram.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Á Íslandsmeistaramótinu í sleðahundakeppni er bæði keppt á gönguskíðum og sleðum. Flokkarnir eru fjölmargir, karla- og kvennaflokkar, aldursskiptir flokkar og svo flokkar eftir því hve margir hundar draga keppendur áfram. Mótið hefst í dag og heldur áfram á morgun. Þegar samband náðist við Gunnar Ómarsson, einn skipuleggjenda mótsins, daginn fyrir keppni, var hann á kafi í undirbúningi fyrir mótið og þá aðallega að leita að snjó. „Já, við erum að reyna að finna bestu staðina fyrir brautina. Við erum í snjóleit í augnablikinu. Þetta er bara þannig sport að maður verður að spila eftir veðrinu.“ Í ár er metþátttaka, eða 68 keppendur. „Það var algjör hundasprenging í hruninu og við finnum fyrir vaxandi vinsældum með hverju árinu. Það eiga þó ekki allir hundana sjálfir. Sumir eiga kannski einn husky-hund en fá svo lánaða tvo til þrjá fyrir keppnina. Við hjónin erum bæði í þessu og ég átti að fá að keppa þetta árið með okkar hunda en þá kom hún aftan að mér og fékk lánaða hunda og ætlar að keppa við mig,“ segir Gunnar léttur í bragði. Flestir hundarnir eru af husky-kyni.mynd/Pétur skarpHeimagerðir sleðar Keppendur keppa á alls kyns sleðum og flestir eru heimagerðir. „Sleðarnir eru af öllum gerðum. Sumir úr tré, áli og aðrir með stóra Grænlandssleða sem myndu henta til búslóðarflutninga. Flestir eru með husky-hunda en einnig eru blendingar og aðrar tegundir. Ég hef sjálfur keppt með doberman-hund og border collie er líka vinsæl tegund enda fjörugir hundar.“ Í dag verður keppt á sleðum en á morgun á gönguskíðum. „Það eru margar aðferðir til að keppa með sleðahundum. Gönguskíði er ein aðferð en þá draga hundarnir keppandann áfram með mittisbelti og á haustin er keppt á reiðhjólum, hlaupahjólum og bara hlaupandi á eigin fótum enda enginn snjór. Þetta snýst fyrst og fremst um að hundarnir leiði veginn, séu á undan en ekki bókstaflega dragi keppandann áfram.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira