Innlent

Hnífstunguárás í Vesturbæ: Fimm menn börðu húsráðanda og rændu

Birgir Olgeirsson skrifar
Fórnarlambið varð fyrir alvarlegum áverkum en þó ekki í lífshættu.
Fórnarlambið varð fyrir alvarlegum áverkum en þó ekki í lífshættu. Vísir/Anton
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar grófa líkamsárás sem átti sér stað í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Fimm menn réðust inn í íbúð og stungu húsráðanda með hníf í lærið, börðu hann og rændu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á málinu vera á frumstigi. Hann sagðist ekki geta upplýst það á þessari stundu hvort lögreglan viti hverjir mennirnir fimm eru. Hann segir húsráðanda hafa orðið fyrir alvarlegum áverkum en hann sé þó ekki í lífshættu.

Friðrik sagði lögreglu hafa yfirheyrt vitni í tengslum en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×