Innlent

Vetraráætlun Strætó á höfuðborgarsvæðinu tekur gildi 16. ágúst

Atli Ísleifsson skrifar
Skólarnir fara brátt að byrja á ný.
Skólarnir fara brátt að byrja á ný. Vísir/GVA
Ný vetraráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 16. ágúst. Í tilkynningu frá Strætó segir frá helstu breytingum en þær fela meðal annars í sér að leiðir 2, 5, 11, 12, 13, 14, 15, 18, 24, 28 og 35 fari yfir á korters tíðni á annatíma.

Á leið 1 verður fastur aukavagn klukkan 7:50 frá Firði að Hlemmi á virkum dögum. Aukavagnar á leiðum 1 og 6 seinnipartinn á virkum dögum munu hefja ferð sína einu stoppi fyrr, eða hjá Ráðhúsinu áður en þeir fara í HÍ. Á leið 15 verður biðstöðin við Reykjaveg í Mosfellsbæ færð við endann á Reykjaveginum.

Vetraráætlun Strætó tekur einnig gildi á Suðurnesjum 16. ágúst, en á Norður- og Norðausturlandi þann 30. ágúst, Suðurlandi 13. september og Vestur- og Norðurlandi 13. september.

Á vef Strætó segir að helstu breytingar á Suðurnesjum séu:

„Leið 55

  • Mun aka Hringbraut í síðustu þremur ferðunum á kvöldin í átt til FLE, þ.e. í ferðum kl. 19:23 frá Umferðarmiðstöð, kl. 21:55 frá Firði og kl. 23:55 frá Firði. Í þessum ferðum bætast því við biðstöðvarnar Hringbraut/Knattspyrnuvöllur, Hringbraut/Norðurtún og Hringbraut/Melteigur.
  • Biðstöðin FLE-Koma verður færð aðeins til á planinu fyrir utan FLE.
Leið 88

  • Ferðir bætast við kl. 15:28 á fimmtudögum og föstudögum og kl. 14:28 á föstudögum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Einnig mun bætast við ferð kl. 14:55 frá Grindavík á föstudögum.
Leið 89

  • Biðstöðin „Þekkingarsetur Suðurnesja“ mun bætast við í Sandgerði á leið 89 í átt til Reykjanesbæjar. “



Fleiri fréttir

Sjá meira


×