Innlent

Telur ráðuneyti undirbúa atlögu að háskólastarfi á landsbyggðinni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Háskólinn á Hólum stefnir í samstarf við aðra skóla.
Háskólinn á Hólum stefnir í samstarf við aðra skóla. Fréttablaðið/GVA
„Menntamálaráðuneytið ásamt stjórnarmeirihlutanum undirbýr nú nýja atlögu að háskólastarfi á landsbyggðinni og landbúnaðarháskólunum á Hólum og Hvanneyri,“ segir Bjarni Jónsson, fulltrúi V-lista í byggðaráði Skagafjarðar.

Þetta sagði Bjarni í bókun þegar byggðaráðið ræddi ósk frá menntamálaráðuneytinu um tilnefningu í hóp sem á að afla upplýsinga og gagna um fjárhagslegan og faglegan ávinning af aukinni samvinnu eða samrekstri Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólans á Hólum og Háskólans á Bifröst.

„Splæsa á skólana saman í eina sjálfseignarstofnun sem greiðir fyrir því sem nú er til umræðu, að taka upp skólagjöld á Hólum og Hvanneyri til að mæta fyrirhuguðum niðurskurði til þeirra,“ sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×