Innlent

Tveir fluttir á slysadeild vegna ofneyslu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Secret Solstice-hátíðinni í ár.
Frá Secret Solstice-hátíðinni í ár.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er afar ánægð með tónlistarhátíðina SecretSolstice sem lauk í gærkvöldi. Lögreglan segir skipulag og framkvæmd hátíðarinnar hafa verið mjög faglegt í alla staði og til fyrirmyndar.

Fjöldi öryggisvarða var við störf og einnig stór hópur fólks sem fór um hátíðarsvæðið og týndi upp rusl sem hátíðargestir hentu frá sér.

Lögreglan segir gestina hafa verið jákvæða í garð lögreglu og segir hún drjúgan tíma hafa farið í að sitja fyrir á myndum.

Hópur óeinkennisklæddra lögreglumanna var á ferðinni og er sagður hafa einbeitt sér að líklegum sölumönnum fíkniefna utan við svæðið. Voru þrettán einstaklingar kærðir fyrir vörslu fíkniefna og þar af þrír fyrir sölu. Lögreglan segir tvo hafa verið flutta á slysadeild vegna ofneyslu MDMA-fíkniefna.

Lögreglan segir að trúlega séu einhverjir íbúar í nágrenni hátíðarinnar á öðru máli og segir hún hávaða frá henni hafa verið gríðarlegan. Lögreglan segist þó ekki hafa fengið margar kvartanir vegna þess.

SECRET SOLSTICEÞá er tónlistarhátíðinni lokið. Skipulag og framkvæmd hátíðarinnar var mjög faglegt í alla staði og...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, June 22, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×