Uppfært: Bam nennti ekki að kæra og málið úr höndum lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 10:15 Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37