Löggan sem leitar týndu barnanna: Hjartatruflanir náins ungmennis uppsprettan að umdeildri færslu Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2015 16:00 „Það segir kannski meira til um hugarástand þess sem að les heldur en þess sem skrifar. Það er einhver á netinu búinn að ákveða að þarna hafi ég átt við um tónleikagesti Secret Solstice, sem að fóru fram í Laugardalnum.“ Þetta sagði Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í Harmageddon í dag. Guðmundur skrifaði færslu á Facebook aðfararnótt sunnudagsins þar sem hann sagðist vonast til þess að „allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum.“ Margir virðast hafa tekið þessari færslu illa. „Ég var nú sjálfur þarna á ferð um helgina og þarna var stór hópur af fólki sem virtist skemmta sér vel og hafa gaman af, en inn á milli var þarna lýður sem að er skaðlegur börnunum okkar. Færslan sem að ég set inn er skrifuð þegar ég er staddur inn á slysadeild aðfararnótt sunnudags.“ Þar var ungmenni sem er Guðmundi mjög skylt að berjast fyrir lífi sínu.Hjartláttartruflanir eftir neyslu„Það tók um tíu tíma að fá hjartslátt í réttan farveg, eftir neyslu á einhverjum viðbjóði sem að var í vasanum á einhverjum inn á þessari skemmtun, eða fyrir utan.“ Unga manneskjan hafði fengið miklar hjartsláttartruflanir eftir að hafa neytt efna sem hún fékk í Laugardalnum. „Það eru einhverjir farnir að reyna að flagga því til að ég vinn við að leita að krökkum sem eru í vanda, að reyna að snúa því upp í að þetta sé maðurinn sem að þið viljið að finni börnin. En barnið sem að lá þarna á sjúkrabeðinu var í sama vanda og mjög mörg af þessum börnum sem ég leita að. Sum þeirra þarf að fara með inn á slysadeild.“ Verk Guðmundar undanfarna mánuði hefur verið að leita að svokölluðum týndum börnum. „Ég veit ekki hvort að fólk áttar sig á því en hér á höfuðborgarsvæðinu eru að meðaltali nítján börn í mánuði sem þarf að leita að.“ Guðmundur segir það verk ganga betur og betur. „Kannski vegna þess að þessi börn treysta mér. Annars eru þau tilbúin til að koma eða hjálpa mér við að finna hin. Þetta eru börnin sem eru jafnvel í fíkniefnaneyslu eða öðru slíku sjálf.“ Mikið vona ég að allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum.Posted by Guðmundur Fylkisson on Saturday, June 20, 2015 Þeir Frosti og Máni í Harmageddon spurðu Guðmund út í þær sögusagnir að ungmenni lendi í klónum á eldri mönnum sem haldi þeim á fíkniefnum. „Þeir sem að eru hættulegastir börnunum okkar í dag eru, því miður, strákar sem að eru 18 til 23 ára sem að sjálfir voru í þessari stöðu þegar þeir voru yngri. Fóru í neyslu mjög ungir, stöðnuðu, og eru þar ennþá. Við erum með slík mál í rannsókn, sem að fara þá vonandi í ákærumeðferð, en ennþá er ekkert þar sem við erum að ræða um eldri aðila sem er að halda þeim uppi á fíkniefnum.“ Varðandi úrræði fyrir krakka á þessari braut segir Guðmundur að barnaverndarkerfi viðkomandi sveitarfélaga taki við þegar hann hefur fundið börnin. Aðspurður hvort að sum barnanna taki ekki einfaldlega ekki til fótanna þegar lögreglan sé að leita þeirra segir Guðmundur að svo sé. Þó yfirleitt bara einu sinni. „Það er reyndar einn sem hefur hlaupið tvisvar og var þá hlaupinn uppi. Það endaði reyndar með slösuðum lögreglumanni. Hann flaug á hausinn við að hlaupa á eftir.“ Guðmundur segir að ef þau séu líkleg til að hlaupa í burtu, gerir hann svolítið grín af sjálfum sér. „Ég er nú ekki íþróttamannalega vaxinn og hleyp ekki hratt. Ég nota yfirleitt tækifærið þegar ég er að nálgast þau og mér finnst þau líkleg til að hlaupa, að segja að þau þurfi ekki að hlaupa. Því ekki hlaupi ég á eftir þeim og ekki vilji ég að þau meiði sig. Ef þau vilji ekki tala við mig geti þau bara labbað í burtu.“Fegin að vera sótt Hann segir að í mörgum tilfellum virðist börnin fegin því að hann sé að sækja þau. „Það virðist vera ákveðinn léttir. En í sumum tilfellum eru þau vissulega ekkert sérlega kát. Þau vilja fá að vera úti.“ Guðmundur segist taka starfið töluvert inn á sig. „Þetta er ekkert bara barnið sjálft. Á bakvið hvert barn eru foreldrar, ömmur og afar og yngri systkini.“ Hvert tilfelli þarf að meta áður en farið er að leita að börnunum og Guðmundur segir að sum þeirra séu orðin þekkt í kerfinu. Hann segir að tíminn sem líður þangað til að beðið sé um að barnanna sé leitað sé, sem betur fer, að styttast. Hlusta má á viðtalið við Guðmund hér efst, en hér að neðan er umfjöllun um starf hans sem birtist á Facebooksíðunni Lögga á vakt. Lögga númer 8420 er aðalvarðstjóri sem hefur starfað í lögreglunni í rúm 29 ár. Grunnlaun hans eru 362.307 krónur á mánu...Posted by Lögga á vakt on Thursday, June 18, 2015 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Það segir kannski meira til um hugarástand þess sem að les heldur en þess sem skrifar. Það er einhver á netinu búinn að ákveða að þarna hafi ég átt við um tónleikagesti Secret Solstice, sem að fóru fram í Laugardalnum.“ Þetta sagði Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í Harmageddon í dag. Guðmundur skrifaði færslu á Facebook aðfararnótt sunnudagsins þar sem hann sagðist vonast til þess að „allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum.“ Margir virðast hafa tekið þessari færslu illa. „Ég var nú sjálfur þarna á ferð um helgina og þarna var stór hópur af fólki sem virtist skemmta sér vel og hafa gaman af, en inn á milli var þarna lýður sem að er skaðlegur börnunum okkar. Færslan sem að ég set inn er skrifuð þegar ég er staddur inn á slysadeild aðfararnótt sunnudags.“ Þar var ungmenni sem er Guðmundi mjög skylt að berjast fyrir lífi sínu.Hjartláttartruflanir eftir neyslu„Það tók um tíu tíma að fá hjartslátt í réttan farveg, eftir neyslu á einhverjum viðbjóði sem að var í vasanum á einhverjum inn á þessari skemmtun, eða fyrir utan.“ Unga manneskjan hafði fengið miklar hjartsláttartruflanir eftir að hafa neytt efna sem hún fékk í Laugardalnum. „Það eru einhverjir farnir að reyna að flagga því til að ég vinn við að leita að krökkum sem eru í vanda, að reyna að snúa því upp í að þetta sé maðurinn sem að þið viljið að finni börnin. En barnið sem að lá þarna á sjúkrabeðinu var í sama vanda og mjög mörg af þessum börnum sem ég leita að. Sum þeirra þarf að fara með inn á slysadeild.“ Verk Guðmundar undanfarna mánuði hefur verið að leita að svokölluðum týndum börnum. „Ég veit ekki hvort að fólk áttar sig á því en hér á höfuðborgarsvæðinu eru að meðaltali nítján börn í mánuði sem þarf að leita að.“ Guðmundur segir það verk ganga betur og betur. „Kannski vegna þess að þessi börn treysta mér. Annars eru þau tilbúin til að koma eða hjálpa mér við að finna hin. Þetta eru börnin sem eru jafnvel í fíkniefnaneyslu eða öðru slíku sjálf.“ Mikið vona ég að allar heimildir verði nýttar til að leita á dópistalýð í Laugardalnum.Posted by Guðmundur Fylkisson on Saturday, June 20, 2015 Þeir Frosti og Máni í Harmageddon spurðu Guðmund út í þær sögusagnir að ungmenni lendi í klónum á eldri mönnum sem haldi þeim á fíkniefnum. „Þeir sem að eru hættulegastir börnunum okkar í dag eru, því miður, strákar sem að eru 18 til 23 ára sem að sjálfir voru í þessari stöðu þegar þeir voru yngri. Fóru í neyslu mjög ungir, stöðnuðu, og eru þar ennþá. Við erum með slík mál í rannsókn, sem að fara þá vonandi í ákærumeðferð, en ennþá er ekkert þar sem við erum að ræða um eldri aðila sem er að halda þeim uppi á fíkniefnum.“ Varðandi úrræði fyrir krakka á þessari braut segir Guðmundur að barnaverndarkerfi viðkomandi sveitarfélaga taki við þegar hann hefur fundið börnin. Aðspurður hvort að sum barnanna taki ekki einfaldlega ekki til fótanna þegar lögreglan sé að leita þeirra segir Guðmundur að svo sé. Þó yfirleitt bara einu sinni. „Það er reyndar einn sem hefur hlaupið tvisvar og var þá hlaupinn uppi. Það endaði reyndar með slösuðum lögreglumanni. Hann flaug á hausinn við að hlaupa á eftir.“ Guðmundur segir að ef þau séu líkleg til að hlaupa í burtu, gerir hann svolítið grín af sjálfum sér. „Ég er nú ekki íþróttamannalega vaxinn og hleyp ekki hratt. Ég nota yfirleitt tækifærið þegar ég er að nálgast þau og mér finnst þau líkleg til að hlaupa, að segja að þau þurfi ekki að hlaupa. Því ekki hlaupi ég á eftir þeim og ekki vilji ég að þau meiði sig. Ef þau vilji ekki tala við mig geti þau bara labbað í burtu.“Fegin að vera sótt Hann segir að í mörgum tilfellum virðist börnin fegin því að hann sé að sækja þau. „Það virðist vera ákveðinn léttir. En í sumum tilfellum eru þau vissulega ekkert sérlega kát. Þau vilja fá að vera úti.“ Guðmundur segist taka starfið töluvert inn á sig. „Þetta er ekkert bara barnið sjálft. Á bakvið hvert barn eru foreldrar, ömmur og afar og yngri systkini.“ Hvert tilfelli þarf að meta áður en farið er að leita að börnunum og Guðmundur segir að sum þeirra séu orðin þekkt í kerfinu. Hann segir að tíminn sem líður þangað til að beðið sé um að barnanna sé leitað sé, sem betur fer, að styttast. Hlusta má á viðtalið við Guðmund hér efst, en hér að neðan er umfjöllun um starf hans sem birtist á Facebooksíðunni Lögga á vakt. Lögga númer 8420 er aðalvarðstjóri sem hefur starfað í lögreglunni í rúm 29 ár. Grunnlaun hans eru 362.307 krónur á mánu...Posted by Lögga á vakt on Thursday, June 18, 2015
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira