Innlent

Rannsókn lokið á manndrápi við Miklubraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn sem grunaður er í málinu hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun.
Maðurinn sem grunaður er í málinu hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. vísir/pjetur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið við rannsókn á manndrápi við Miklubraut sem varð þann 22. október síðastliðinn. Málið hefur því verið sent til ríkissaksóknara að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni.

Maður sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana í búsetukjarna geðfatlaðra við Miklubraut hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. Lögreglan lagði í upphafi fram kröfu um að það færi fram geðrannsókn og sakhæfismat á manninum og var niðurstaðan þess eðlis að lögregla fór fram á að maðurinn yrði vistaður á viðeigandi stofnun.

 

Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri en sá látni á sextugsaldri. Báðir bjuggu mennirnir í búsetukjarnanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×