Innlent

Þröstur Eysteinsson nýr skógræktarstjóri

Bjarki Ármannsson skrifar
Þröstur Eysteinsson er nýr skógræktarstjóri.
Þröstur Eysteinsson er nýr skógræktarstjóri. Mynd/Skógrækt ríkisins
Umhverfis- og auðlindarráðherra hefur skipað Þröst Eysteinsson í embætti skógræktarstjóra til fimm ára. Þröstur hefur starfað sem sviðsstjóri Þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins frá árinu 2003.

Þröstur lauk doktorsprófi í skógarauðlindum og meistaragráðu í skógfræði frá háskólanum í Maine í Bandaríkjunum. Hann er annar tveggja umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfastan til að gegna embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×