Formaður VR telur enga forsendu fyrir hækkun stjórnarlauna VÍS Jón Hákon Haraldsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Ólafía B. Rafnsdóttir Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hækka fasta mánaðarlega þóknun sína í samræmi við það sem ákveðið var á aðalfundi þann 12. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var ákveðið að föst þóknun yrði hækkuð um 75 prósent þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50 prósent svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu á þeim tíma var hins vegar ákveðið að hækka ekki launin. Boðað var til hluthafafundar í VÍS 10. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Ný ákvörðun um launabreytingu er tekin í framhaldi af því. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. VÍS hagnaðist um tæpa tvo milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili fyrir ári. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að þessi hækkun stjórnarlauna í VÍS sé ekki í samræmi við þá þróun sem sést hafi á almennum vinnumarkaði og VR sjái einfaldlega ekki forsendur fyrir henni. Ólafía segir stöðu á vinnumarkaði afar erfiða. Allt stefni í uppsögn kjarasamninga á almenna markaðnum eftir áramót. Ein af forsendum nýjustu samninganna hafi verið sú að launastefnan sem var samið um yrði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Sú forsenda sé nú brostin. „Með því að hækka stjórnarlaun núna tekur ný stjórn VÍS þá ákvörðun að ganga þvert gegn þeirri sátt sem náðist í síðustu samningum á vinnumarkaði – og þvert gegn þeirri afstöðu sem fyrri stjórn tók í vor,“ segir Ólafía. Ólafía segir að það verði að meta ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja á markaði til launa. „Ég er ekki að segja að ekki megi hækka laun stjórnarmanna í VÍS. En það verður að vera í samræmi við það sem gerist og gengur á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Ólafía. Í yfirlýsingu sem stjórn VÍS sendi frá sér í gær segir að launakjör stjórnarmanna VÍS séu svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira
Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur ákveðið að hækka fasta mánaðarlega þóknun sína í samræmi við það sem ákveðið var á aðalfundi þann 12. mars síðastliðinn. Á aðalfundinum var ákveðið að föst þóknun yrði hækkuð um 75 prósent þannig að stjórnarmönnum yrðu greiddar 350 þúsund krónur á mánuði og laun stjórnarformanns yrðu hækkuð um 50 prósent svo honum yrðu greiddar 600 þúsund krónur á mánuði. Vegna mikillar umræðu í samfélaginu á þeim tíma var hins vegar ákveðið að hækka ekki launin. Boðað var til hluthafafundar í VÍS 10. nóvember þar sem ný stjórn var kjörin. Ný ákvörðun um launabreytingu er tekin í framhaldi af því. VÍS sendi í lok nóvember bréf á viðskiptavini sína þar sem tilkynnt var að iðgjöld yrðu hækkuð vegna slæmrar afkomu. VÍS hagnaðist um tæpa tvo milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er tvöfalt meiri hagnaður en á sama tímabili fyrir ári. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að þessi hækkun stjórnarlauna í VÍS sé ekki í samræmi við þá þróun sem sést hafi á almennum vinnumarkaði og VR sjái einfaldlega ekki forsendur fyrir henni. Ólafía segir stöðu á vinnumarkaði afar erfiða. Allt stefni í uppsögn kjarasamninga á almenna markaðnum eftir áramót. Ein af forsendum nýjustu samninganna hafi verið sú að launastefnan sem var samið um yrði stefnumarkandi fyrir aðra kjarasamningagerð. Sú forsenda sé nú brostin. „Með því að hækka stjórnarlaun núna tekur ný stjórn VÍS þá ákvörðun að ganga þvert gegn þeirri sátt sem náðist í síðustu samningum á vinnumarkaði – og þvert gegn þeirri afstöðu sem fyrri stjórn tók í vor,“ segir Ólafía. Ólafía segir að það verði að meta ábyrgð stjórnarmanna fyrirtækja á markaði til launa. „Ég er ekki að segja að ekki megi hækka laun stjórnarmanna í VÍS. En það verður að vera í samræmi við það sem gerist og gengur á almenna vinnumarkaðnum,“ segir Ólafía. Í yfirlýsingu sem stjórn VÍS sendi frá sér í gær segir að launakjör stjórnarmanna VÍS séu svipuð því sem gerist í sambærilegum félögum á markaði.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Sjá meira