Lögreglan á Akureyri varar við hættulegum hrossum Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2015 08:00 vísir/stefán Girðingar í nágrenni Akureyrar eru margar hverjar á kafi og hross eiga greiða leið upp á þjóðvegi. Stórhættulegt ástand, segir yfirlögregluþjónn. Formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri tekur undir varnaðarorð lögreglunnar. Landbúnaður Lögreglan á Akureyri hefur síðustu daga haft í nógu að snúast í hrossasmölun norðan Akureyrar. Eftir snjóatíð undanfarið hafa margar girðingar farið í kaf. Einnig hafa jarðbönn orðið í mörgum túnum og hross því farið af stað í leit að æti.„Já, það hafa komið tilvik þar sem við höfum verið að smala hrossum af vegum til að gæta öryggis bæði dýra og vegfarenda,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Þann 9. desember sem og tveimur dögum síðar þurftu lögreglumenn á Akureyri að sinna útköllum þar sem hross voru farin úr hólfum sínum. Mikið hafði snjóað þá daga og girðingar fóru á kaf. Þann 9. þurftu lögreglumenn að koma hrossum af þjóðvegi 1 rétt norðan Akureyrar í svartamyrkri. Tveimur dögum seinna þurftu svo lögreglumenn að smala hrossum innan bæjarmarka Akureyrar. Náðist að króa hrossin af á leikvelli barna ofarlega í bænum þar sem eigendur vitjuðu hrossa sinna. „Það er stórhætta þegar svona stórar skepnur fara úr girðingum og upp á vegi,“ segir Daníel yfirlögregluþjónn. „Viljum við því biðla til bænda og eigenda búfjár á þessum slóðum að huga að girðingum sínum. Ef ekki er hægt að halda hólfum girtum er nauðsynlegt að taka hesta á hús svo ekki skapist stórhætta.“ Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, tekur undir orð yfirlögregluþjónsins á Akureyri og þakkar fyrir að ekki hafi orðið slys. „Við höfum beint því til eigenda hrossa á svæðinu að huga að útigangi. Girðingar eru komnar á kaf og enga beit er að finna í mörgum hólfum. Því þarf að gefa hrossum úti og huga vel að girðingum. Við höfum einnig fengið fjölda ábendinga um laus hross á svæðinu. Það er mjög mikilvægt í því árferði sem nú er að gæta að því að hross fari ekki af stað. Um leið og hross fá ekki beit í hólfum sínum fara þau á flæking og því er voðinn vís,“ segir Sigfús Ólafur. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Girðingar í nágrenni Akureyrar eru margar hverjar á kafi og hross eiga greiða leið upp á þjóðvegi. Stórhættulegt ástand, segir yfirlögregluþjónn. Formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri tekur undir varnaðarorð lögreglunnar. Landbúnaður Lögreglan á Akureyri hefur síðustu daga haft í nógu að snúast í hrossasmölun norðan Akureyrar. Eftir snjóatíð undanfarið hafa margar girðingar farið í kaf. Einnig hafa jarðbönn orðið í mörgum túnum og hross því farið af stað í leit að æti.„Já, það hafa komið tilvik þar sem við höfum verið að smala hrossum af vegum til að gæta öryggis bæði dýra og vegfarenda,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Þann 9. desember sem og tveimur dögum síðar þurftu lögreglumenn á Akureyri að sinna útköllum þar sem hross voru farin úr hólfum sínum. Mikið hafði snjóað þá daga og girðingar fóru á kaf. Þann 9. þurftu lögreglumenn að koma hrossum af þjóðvegi 1 rétt norðan Akureyrar í svartamyrkri. Tveimur dögum seinna þurftu svo lögreglumenn að smala hrossum innan bæjarmarka Akureyrar. Náðist að króa hrossin af á leikvelli barna ofarlega í bænum þar sem eigendur vitjuðu hrossa sinna. „Það er stórhætta þegar svona stórar skepnur fara úr girðingum og upp á vegi,“ segir Daníel yfirlögregluþjónn. „Viljum við því biðla til bænda og eigenda búfjár á þessum slóðum að huga að girðingum sínum. Ef ekki er hægt að halda hólfum girtum er nauðsynlegt að taka hesta á hús svo ekki skapist stórhætta.“ Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, tekur undir orð yfirlögregluþjónsins á Akureyri og þakkar fyrir að ekki hafi orðið slys. „Við höfum beint því til eigenda hrossa á svæðinu að huga að útigangi. Girðingar eru komnar á kaf og enga beit er að finna í mörgum hólfum. Því þarf að gefa hrossum úti og huga vel að girðingum. Við höfum einnig fengið fjölda ábendinga um laus hross á svæðinu. Það er mjög mikilvægt í því árferði sem nú er að gæta að því að hross fari ekki af stað. Um leið og hross fá ekki beit í hólfum sínum fara þau á flæking og því er voðinn vís,“ segir Sigfús Ólafur.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira