Lögreglan á Akureyri varar við hættulegum hrossum Sveinn Arnarsson skrifar 19. desember 2015 08:00 vísir/stefán Girðingar í nágrenni Akureyrar eru margar hverjar á kafi og hross eiga greiða leið upp á þjóðvegi. Stórhættulegt ástand, segir yfirlögregluþjónn. Formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri tekur undir varnaðarorð lögreglunnar. Landbúnaður Lögreglan á Akureyri hefur síðustu daga haft í nógu að snúast í hrossasmölun norðan Akureyrar. Eftir snjóatíð undanfarið hafa margar girðingar farið í kaf. Einnig hafa jarðbönn orðið í mörgum túnum og hross því farið af stað í leit að æti.„Já, það hafa komið tilvik þar sem við höfum verið að smala hrossum af vegum til að gæta öryggis bæði dýra og vegfarenda,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Þann 9. desember sem og tveimur dögum síðar þurftu lögreglumenn á Akureyri að sinna útköllum þar sem hross voru farin úr hólfum sínum. Mikið hafði snjóað þá daga og girðingar fóru á kaf. Þann 9. þurftu lögreglumenn að koma hrossum af þjóðvegi 1 rétt norðan Akureyrar í svartamyrkri. Tveimur dögum seinna þurftu svo lögreglumenn að smala hrossum innan bæjarmarka Akureyrar. Náðist að króa hrossin af á leikvelli barna ofarlega í bænum þar sem eigendur vitjuðu hrossa sinna. „Það er stórhætta þegar svona stórar skepnur fara úr girðingum og upp á vegi,“ segir Daníel yfirlögregluþjónn. „Viljum við því biðla til bænda og eigenda búfjár á þessum slóðum að huga að girðingum sínum. Ef ekki er hægt að halda hólfum girtum er nauðsynlegt að taka hesta á hús svo ekki skapist stórhætta.“ Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, tekur undir orð yfirlögregluþjónsins á Akureyri og þakkar fyrir að ekki hafi orðið slys. „Við höfum beint því til eigenda hrossa á svæðinu að huga að útigangi. Girðingar eru komnar á kaf og enga beit er að finna í mörgum hólfum. Því þarf að gefa hrossum úti og huga vel að girðingum. Við höfum einnig fengið fjölda ábendinga um laus hross á svæðinu. Það er mjög mikilvægt í því árferði sem nú er að gæta að því að hross fari ekki af stað. Um leið og hross fá ekki beit í hólfum sínum fara þau á flæking og því er voðinn vís,“ segir Sigfús Ólafur. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Girðingar í nágrenni Akureyrar eru margar hverjar á kafi og hross eiga greiða leið upp á þjóðvegi. Stórhættulegt ástand, segir yfirlögregluþjónn. Formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri tekur undir varnaðarorð lögreglunnar. Landbúnaður Lögreglan á Akureyri hefur síðustu daga haft í nógu að snúast í hrossasmölun norðan Akureyrar. Eftir snjóatíð undanfarið hafa margar girðingar farið í kaf. Einnig hafa jarðbönn orðið í mörgum túnum og hross því farið af stað í leit að æti.„Já, það hafa komið tilvik þar sem við höfum verið að smala hrossum af vegum til að gæta öryggis bæði dýra og vegfarenda,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Þann 9. desember sem og tveimur dögum síðar þurftu lögreglumenn á Akureyri að sinna útköllum þar sem hross voru farin úr hólfum sínum. Mikið hafði snjóað þá daga og girðingar fóru á kaf. Þann 9. þurftu lögreglumenn að koma hrossum af þjóðvegi 1 rétt norðan Akureyrar í svartamyrkri. Tveimur dögum seinna þurftu svo lögreglumenn að smala hrossum innan bæjarmarka Akureyrar. Náðist að króa hrossin af á leikvelli barna ofarlega í bænum þar sem eigendur vitjuðu hrossa sinna. „Það er stórhætta þegar svona stórar skepnur fara úr girðingum og upp á vegi,“ segir Daníel yfirlögregluþjónn. „Viljum við því biðla til bænda og eigenda búfjár á þessum slóðum að huga að girðingum sínum. Ef ekki er hægt að halda hólfum girtum er nauðsynlegt að taka hesta á hús svo ekki skapist stórhætta.“ Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri hestamannafélagsins Léttis á Akureyri, tekur undir orð yfirlögregluþjónsins á Akureyri og þakkar fyrir að ekki hafi orðið slys. „Við höfum beint því til eigenda hrossa á svæðinu að huga að útigangi. Girðingar eru komnar á kaf og enga beit er að finna í mörgum hólfum. Því þarf að gefa hrossum úti og huga vel að girðingum. Við höfum einnig fengið fjölda ábendinga um laus hross á svæðinu. Það er mjög mikilvægt í því árferði sem nú er að gæta að því að hross fari ekki af stað. Um leið og hross fá ekki beit í hólfum sínum fara þau á flæking og því er voðinn vís,“ segir Sigfús Ólafur.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira