Bið eftir augnaðgerð er allt upp í þrjú ár Viktoría Hermannsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Biðlistar hafa lengst síðan í október í aðgerðir til þess að fjarlægja ský af augasteini. Þessar aðgerðir geta bætt lífsgæði fólks mikið og biðin getur reynst erfið. NORDICPHOTOS/GETTY Allt upp í þriggja ára bið er eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský á augasteini. Biðlistarnir hafa lengst hratt en í október sagði Fréttablaðið frá því að biðlistar eftir slíkum aðgerðum, sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands, væru eitt og hálft ár. Hins vegar er hægt að komast í aðgerð mjög fljótlega kjósi sjúklingurinn sjálfur að borga fyrir aðgerðina en hún kostar um 200 þúsund fyrir hvort auga og misjafnt er hvort sjúklingar þurfa aðgerð á öðru auga eða báðum. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis frá því í lok febrúar þá er um 2.861 aðgerð á biðlista en hver aðgerð á við eitt auga, sumir þurfa aðgerð á báðum augum en einungis er gerð aðgerð á einu auga í einu. Aðgerðirnar eru gerðar á augndeild Landspítalans, Sjúkrahúsinu á Akureyri og á tveimur einkastofum, Sjónlagi og Lasersjón. Hjá Sjónlagi er biðin lengst, hátt upp í þrjú ár, hjá Lasersjón er það yfir tvö ár, um eitt og hálft ár á Landspítalanum en hjá augnlæknum sem eru með aðstöðu á Sjúkrahúsinu á Akureyri er biðin styst, eða um 35 vikur. Einkastofurnar tvær hafa hvor um sig kvóta upp á 400 aðgerðir á ári frá Sjúkratryggingum en geta þó sinnt mun fleiri aðgerðum.Einar Stefánsson„Það lengist og lengist hjá okkur biðlistinn sem skýrist af því að ríkið setur ekki meiri pening í þennan málaflokk. Það er komið upp í þrjú ár sem fólk þarf að bíða eftir að komast í augasteinsaðgerð. Þetta skerðir gríðarlega lífsgæði fólks,“ segir Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Sjónlags. Yfirleitt eru það eldri borgarar sem fara í þessar aðgerðir og geta þær skipt sköpum fyrir lífsgæði fólks. Nefnir Kristinn sem dæmi að sumir missi bílpróf vegna þess að sjónin sé ekki nógu góð. Eiríkur Stefánsson, yfirlæknir á augndeild Landspítalans, segir að þar séu gerðar eins margar aðgerðir og þeir ráði við. Hins vegar hafi fækkað þeim aðgerðum sem gerðar eru á ári þar sem þessar aðgerðir víki fyrir öðrum bráðari aðgerðum, meðal annars aðgerðum sem snúa að hrörnun í augnbotnum. Fjármagn til deildarinnar hafi minnkað eftir hrun og það bitni meðal annars á því að biðlistar í þessar tilteknu aðgerðir lengist. „Þær víkja vegna þess að fólk með ský á augasteinum getur beðið, það verður ekki fyrir bráðum skaða. En það getur orðið bráður skaði hjá þeim sem eru með hrörnun í augnbotnum.“ Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Allt upp í þriggja ára bið er eftir aðgerðum til þess að fjarlægja ský á augasteini. Biðlistarnir hafa lengst hratt en í október sagði Fréttablaðið frá því að biðlistar eftir slíkum aðgerðum, sem borgaðar eru af Sjúkratryggingum Íslands, væru eitt og hálft ár. Hins vegar er hægt að komast í aðgerð mjög fljótlega kjósi sjúklingurinn sjálfur að borga fyrir aðgerðina en hún kostar um 200 þúsund fyrir hvort auga og misjafnt er hvort sjúklingar þurfa aðgerð á öðru auga eða báðum. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis frá því í lok febrúar þá er um 2.861 aðgerð á biðlista en hver aðgerð á við eitt auga, sumir þurfa aðgerð á báðum augum en einungis er gerð aðgerð á einu auga í einu. Aðgerðirnar eru gerðar á augndeild Landspítalans, Sjúkrahúsinu á Akureyri og á tveimur einkastofum, Sjónlagi og Lasersjón. Hjá Sjónlagi er biðin lengst, hátt upp í þrjú ár, hjá Lasersjón er það yfir tvö ár, um eitt og hálft ár á Landspítalanum en hjá augnlæknum sem eru með aðstöðu á Sjúkrahúsinu á Akureyri er biðin styst, eða um 35 vikur. Einkastofurnar tvær hafa hvor um sig kvóta upp á 400 aðgerðir á ári frá Sjúkratryggingum en geta þó sinnt mun fleiri aðgerðum.Einar Stefánsson„Það lengist og lengist hjá okkur biðlistinn sem skýrist af því að ríkið setur ekki meiri pening í þennan málaflokk. Það er komið upp í þrjú ár sem fólk þarf að bíða eftir að komast í augasteinsaðgerð. Þetta skerðir gríðarlega lífsgæði fólks,“ segir Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Sjónlags. Yfirleitt eru það eldri borgarar sem fara í þessar aðgerðir og geta þær skipt sköpum fyrir lífsgæði fólks. Nefnir Kristinn sem dæmi að sumir missi bílpróf vegna þess að sjónin sé ekki nógu góð. Eiríkur Stefánsson, yfirlæknir á augndeild Landspítalans, segir að þar séu gerðar eins margar aðgerðir og þeir ráði við. Hins vegar hafi fækkað þeim aðgerðum sem gerðar eru á ári þar sem þessar aðgerðir víki fyrir öðrum bráðari aðgerðum, meðal annars aðgerðum sem snúa að hrörnun í augnbotnum. Fjármagn til deildarinnar hafi minnkað eftir hrun og það bitni meðal annars á því að biðlistar í þessar tilteknu aðgerðir lengist. „Þær víkja vegna þess að fólk með ský á augasteinum getur beðið, það verður ekki fyrir bráðum skaða. En það getur orðið bráður skaði hjá þeim sem eru með hrörnun í augnbotnum.“
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira