„Einfaldlega rangt" að hækka þurfi vöruverð vegna launahækkana Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 11:38 Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að margt þurfi að ganga upp svo nýgerðir kjarasamningar haldi út samningstímann. Hún hefur áhyggjur af því að verðhækkanir í landinu muni hafa það í för með sér að kaupmáttaraukning sem átti að fylgja samningunum verði ekki eins og að var stefnt. Það myndi hafa í för með sér að samningar opnast að nýju og að við tæki enn erfiðari samningalota en félagsmenn fengu að kynnast í vor. „Það er ekki gott þegar maður er að sjá það í fréttum og haft eftir eigendum fyrirtækja þar sem þeir telja að þeir þurfi að hækka vöruverð eða þjónustu hjá sér út af nýgerðum kjarasamningum,“ segir Ólafía í samtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun og bætir við að það sé „mýta“ að hækka þurfi vöruverð í samræmi við hækkun launa. „Þetta er bara rangt og oftar en ekki er þetta bara afsökun hjá rekstrareigendunum að gera þetta með þessum hætti,“ bætir hún við. Ólafía segir að það yrði „mjög slæmt“ ef ekki næðist að standa við kaupmáttaraukningarákvæði nýju kjarasamninganna. Það myndi hafa í för með sér að samningar opnuðust að nýju, aftur yrði sest að samningaborðinu, og andinn yrði allt annar en verið hefur í síðustu samningaviðræðunum. Þannig er í raun alveg óséð hvort samningarnir haldi að sögn Ólafíu. Hún segir alla verða að vera á tánum ef svo eigi að takast. „Það er ekki alltaf bara við launafólkið sem eigum að bera þá ábyrgð heldur eru það allir sem verða að fylgja þessu eftir svo að þetta gangi upp með þeim hætti sem stefnt var að,“ segir hún ennfremur. Það komi þó ekki að fullu í ljós fyrr en í febrúar þegar hagtölur liggi fyrir um áhrif samninganna. Þetta og fleira kom fram í spjalli þeirra Ólafíu og Sigurjóns sem má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir að margt þurfi að ganga upp svo nýgerðir kjarasamningar haldi út samningstímann. Hún hefur áhyggjur af því að verðhækkanir í landinu muni hafa það í för með sér að kaupmáttaraukning sem átti að fylgja samningunum verði ekki eins og að var stefnt. Það myndi hafa í för með sér að samningar opnast að nýju og að við tæki enn erfiðari samningalota en félagsmenn fengu að kynnast í vor. „Það er ekki gott þegar maður er að sjá það í fréttum og haft eftir eigendum fyrirtækja þar sem þeir telja að þeir þurfi að hækka vöruverð eða þjónustu hjá sér út af nýgerðum kjarasamningum,“ segir Ólafía í samtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi í morgun og bætir við að það sé „mýta“ að hækka þurfi vöruverð í samræmi við hækkun launa. „Þetta er bara rangt og oftar en ekki er þetta bara afsökun hjá rekstrareigendunum að gera þetta með þessum hætti,“ bætir hún við. Ólafía segir að það yrði „mjög slæmt“ ef ekki næðist að standa við kaupmáttaraukningarákvæði nýju kjarasamninganna. Það myndi hafa í för með sér að samningar opnuðust að nýju, aftur yrði sest að samningaborðinu, og andinn yrði allt annar en verið hefur í síðustu samningaviðræðunum. Þannig er í raun alveg óséð hvort samningarnir haldi að sögn Ólafíu. Hún segir alla verða að vera á tánum ef svo eigi að takast. „Það er ekki alltaf bara við launafólkið sem eigum að bera þá ábyrgð heldur eru það allir sem verða að fylgja þessu eftir svo að þetta gangi upp með þeim hætti sem stefnt var að,“ segir hún ennfremur. Það komi þó ekki að fullu í ljós fyrr en í febrúar þegar hagtölur liggi fyrir um áhrif samninganna. Þetta og fleira kom fram í spjalli þeirra Ólafíu og Sigurjóns sem má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira