Hagfræðistofnun HÍ: Stytting framhaldsskólanáms skilar hagræðingu upp á 2-3 milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. október 2015 14:25 Kynning á skýrslunni fór fram í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Getty Stytting framhaldsnámsins mun skila hagræðingu innan skólakerfisins sjálfs upp á 2-3 milljarða króna sem skiptist milli haghafa innan kerfisins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem kom út í dag. Skýrslan var kynnt í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Þá er það fullyrt í skýrslunni að með því að stytta námið muni brottfall minnka en staðreyndin er sú að í dag ljúka aðeins 45 prósent þeirra sem skrá sig í framhaldsskólanám við það á fjórum árum. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Verzlunarskóli Íslands hefur verið vinsælasti framhaldsskólinn undanfarin ár ef mið er tekið af aðsókn.Visir/Vilhelm„Ljóst er að styttingin myndi auka hvata til menntunar og hraðari námsframvindu, samhliða því að atvinnuþátttaka nemenda myndi minnka,“ segir í skýrslunni en fjölmargir nemendur stunda vinnu með námi. Skýrsluhöfundar telja að með þriggja ára framhaldsskólanámi verði fórnarkostnaður við menntun lægri. Hagræðingin skilar sér til þriggja haghafa í kerfinu að mati skýrsluhöfunda. „Það er til kennara í formi hærri launa, nemenda sem bætt þjónusta og skattgreiðenda sem lægri framlög á fjárlögum til framhaldsmenntunar. En hvað kemur í hvers hlut er aftur á móti erfiðar um að geta,“ segir í skýrslunni. „Ætla má að markmið stjórnvalda á öðrum sviðum, semsagt í byggðamálum ráði miklu um hvernig staðið verður að breytingum vegna fækkunar nemenda.“Tölfræðina má nálgast í skýrslunni á vef Hagfræðistofnunar.Vísir/GVAÍ skýrslunni er einnig talað um að styttingin muni einnig hafa töluverð skammtímaáhrif á vinnumarkaðinn þar sem fyrrum fjórða árs nemar munu koma ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það muni skila fjölgun fólks á vinnumarkaði yfir nokkurra ára bil. „Fjölgunin mun hafa í för með sér útvíkkun framleiðslumöguleikajaðarsins í nokkrum lotum og þar af leiðandi auka hagvöxt næstu fjögur til fimm árin eftir að breytingin gengur í gegn. Hér er áætlað að fækkun framhaldsskólanema um 2.800 ársnemendur muni skila um 1800 - 2000 ársverkum út í atvinnulífið á fjórum til fimm árum sem felur í sér 0,9 - 1,1% aukningu mannafla.Námið dregst á langinn og endar með því að aðeins 58 prósent þeirra sem hefja nám ljúka því innan sex ára.Vísir/gvaÞessi vinnuaflsinnspýting mun væntanlega skila 0,7-0,85%, hagvexti eða um 14-17 milljarða króna aukningu á landsframleiðslu ef miðað er við núverandi þáttaframlegð vinnuafls. Sú hagvaxtaraukning mun skila samtals fimm til sjö milljörðum í auknum skatttekjum á tímabilinu ef miðað er við forsendur um 40 prósent meðalskattheimtu.“ Fyrrnefnt mat er að gefnum þremur forsendum. Í fyrsta lagi að næg vinna sé til staðar fyrir þennan aukna fjölda sem bætist við, í öðru lagi er gert ráð fyrir að framleiðni þessarar aukningar við mannaflann vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs sé jafn meðalframleiðni í hagkerfinu og í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að svo tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning vinnuafls miðað við heildarmannaafla á vinnumarkaði muni ekki gera kröfu um sérstaka aukningu fjármagnsstofnsins til þess að hagvaxtaráhrifin komi fram. Tengdar fréttir Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30 Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48 Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Stytting framhaldsnámsins mun skila hagræðingu innan skólakerfisins sjálfs upp á 2-3 milljarða króna sem skiptist milli haghafa innan kerfisins. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands sem kom út í dag. Skýrslan var kynnt í Þjóðminjasafninu í hádeginu. Þá er það fullyrt í skýrslunni að með því að stytta námið muni brottfall minnka en staðreyndin er sú að í dag ljúka aðeins 45 prósent þeirra sem skrá sig í framhaldsskólanám við það á fjórum árum. Fjallað verður um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.Verzlunarskóli Íslands hefur verið vinsælasti framhaldsskólinn undanfarin ár ef mið er tekið af aðsókn.Visir/Vilhelm„Ljóst er að styttingin myndi auka hvata til menntunar og hraðari námsframvindu, samhliða því að atvinnuþátttaka nemenda myndi minnka,“ segir í skýrslunni en fjölmargir nemendur stunda vinnu með námi. Skýrsluhöfundar telja að með þriggja ára framhaldsskólanámi verði fórnarkostnaður við menntun lægri. Hagræðingin skilar sér til þriggja haghafa í kerfinu að mati skýrsluhöfunda. „Það er til kennara í formi hærri launa, nemenda sem bætt þjónusta og skattgreiðenda sem lægri framlög á fjárlögum til framhaldsmenntunar. En hvað kemur í hvers hlut er aftur á móti erfiðar um að geta,“ segir í skýrslunni. „Ætla má að markmið stjórnvalda á öðrum sviðum, semsagt í byggðamálum ráði miklu um hvernig staðið verður að breytingum vegna fækkunar nemenda.“Tölfræðina má nálgast í skýrslunni á vef Hagfræðistofnunar.Vísir/GVAÍ skýrslunni er einnig talað um að styttingin muni einnig hafa töluverð skammtímaáhrif á vinnumarkaðinn þar sem fyrrum fjórða árs nemar munu koma ári fyrr út á vinnumarkaðinn. Það muni skila fjölgun fólks á vinnumarkaði yfir nokkurra ára bil. „Fjölgunin mun hafa í för með sér útvíkkun framleiðslumöguleikajaðarsins í nokkrum lotum og þar af leiðandi auka hagvöxt næstu fjögur til fimm árin eftir að breytingin gengur í gegn. Hér er áætlað að fækkun framhaldsskólanema um 2.800 ársnemendur muni skila um 1800 - 2000 ársverkum út í atvinnulífið á fjórum til fimm árum sem felur í sér 0,9 - 1,1% aukningu mannafla.Námið dregst á langinn og endar með því að aðeins 58 prósent þeirra sem hefja nám ljúka því innan sex ára.Vísir/gvaÞessi vinnuaflsinnspýting mun væntanlega skila 0,7-0,85%, hagvexti eða um 14-17 milljarða króna aukningu á landsframleiðslu ef miðað er við núverandi þáttaframlegð vinnuafls. Sú hagvaxtaraukning mun skila samtals fimm til sjö milljörðum í auknum skatttekjum á tímabilinu ef miðað er við forsendur um 40 prósent meðalskattheimtu.“ Fyrrnefnt mat er að gefnum þremur forsendum. Í fyrsta lagi að næg vinna sé til staðar fyrir þennan aukna fjölda sem bætist við, í öðru lagi er gert ráð fyrir að framleiðni þessarar aukningar við mannaflann vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs sé jafn meðalframleiðni í hagkerfinu og í þriðja lagi er gert ráð fyrir því að svo tiltölulega lítil hlutfallsleg aukning vinnuafls miðað við heildarmannaafla á vinnumarkaði muni ekki gera kröfu um sérstaka aukningu fjármagnsstofnsins til þess að hagvaxtaráhrifin komi fram.
Tengdar fréttir Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30 Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48 Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Styttingin gæti haft alvarlegar afleiðingar Prófessor í félagsfræði segir það geta verið hættulegt að stytta nám til stúdentsprófs. Nemar í stærri árgöngum búi frekar við erfiðar félagslegar afleiðingar en aðrir. Rektorar HA og HÍ hafa ekki miklar áhyggjur af styttingu framhaldsskóla. 29. apríl 2015 07:30
Óttast að stytting stúdentsprófs bitni á háskólakennslu Deildarráð Raunvísindadeildar HÍ skorar á yfirvöld að tryggja áfram nægan undirbúning fyrir háskóla, sérstaklega í stærðfræði. 1. júlí 2015 12:48
Sautján ára stúlka heldur ráðstefnu um menntamál Búin að bóka Hörpuna og menntamálaráðherra. 19. nóvember 2014 08:00
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent