15-20 prósent íslenskra barna glíma við geðrænan vanda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. október 2015 18:45 Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. Undanfarna daga hefur orðið mikil vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. Geðhjálp stóð fyrir átakinu Útmeða til að vekja athygli á sjálfsvígum ungra karlamanna, og í kjölfarið skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #égerekkitabú. Margir vilja takast á við vandann en Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir geðheilbrigðiskerfið ekki geta tekið við nema þeim allra veikustu.Fæstir foreldrar hafa efni á því „Og þá horfum við til barnanna, þau eru vanrækt. 15-20 prósent íslenskra barna eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Það er mjög erfitt aðgengi í gegnum skólana og í gegnum heilsugæsluna líka, sem ættu auðvitað að vera þeir staðir sem foreldrar gætu leitað til. Þannig að margir foreldrar standa frammi fyrir því að þurfa að borga 13-15 þúsund krónur fyrir að senda barnið sitt til sálfræðings. Það segir sig sjálft að fæstir foreldrar hafa efni á því,“ segir Anna Gunnhildur. Árangursríkast sé að hjálpa börnunum strax. Það er aftur á móti ekki hægt eins og staðan er í dag þar sem aðgengi að sálfræðingum í gegnum skóla og heilsugæslu sé lélegt. „Þetta auðvitað eykur hættuna á því að það sé verið að ávísa lyfjum á börn. Þannig er verið að reyna að hamla gegn áhrifum en ekki rót vandans. Við sjáum það að 10 prósent barna á Íslandi eru á geðlyfjum og það er mjög slæmt,“ segir Anna Gunnhildur.Dýrt fyrir samfélagið Bráðavandinn aukist þannig hratt. 120 börn eru á biðlista til að komast inn á BUGL, þar sem meðalbið er 9 mánuðir. Afleiðingar biðarinnar eru margvíslegar, til að mynda er brottfall barna úr framhaldsskólum í 12 prósent tilvika tengt geðrænum vanda. „Það þarf að ráða sálfræðinga til skólanna svo það sé gott aðgengi á aðstoð í gegnum skóla. Ég held að sá peningur sem við leggjum í það, að hann margfaldist, af því að þessi flókna annars og þriðja stigs þjónusta er mjög dýr fyrir samfélagið. Fyrir utan hvað það er mikill mannlegur harmleikur.“ Tengdar fréttir Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00 „Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52 Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. Undanfarna daga hefur orðið mikil vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. Geðhjálp stóð fyrir átakinu Útmeða til að vekja athygli á sjálfsvígum ungra karlamanna, og í kjölfarið skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #égerekkitabú. Margir vilja takast á við vandann en Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir geðheilbrigðiskerfið ekki geta tekið við nema þeim allra veikustu.Fæstir foreldrar hafa efni á því „Og þá horfum við til barnanna, þau eru vanrækt. 15-20 prósent íslenskra barna eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Það er mjög erfitt aðgengi í gegnum skólana og í gegnum heilsugæsluna líka, sem ættu auðvitað að vera þeir staðir sem foreldrar gætu leitað til. Þannig að margir foreldrar standa frammi fyrir því að þurfa að borga 13-15 þúsund krónur fyrir að senda barnið sitt til sálfræðings. Það segir sig sjálft að fæstir foreldrar hafa efni á því,“ segir Anna Gunnhildur. Árangursríkast sé að hjálpa börnunum strax. Það er aftur á móti ekki hægt eins og staðan er í dag þar sem aðgengi að sálfræðingum í gegnum skóla og heilsugæslu sé lélegt. „Þetta auðvitað eykur hættuna á því að það sé verið að ávísa lyfjum á börn. Þannig er verið að reyna að hamla gegn áhrifum en ekki rót vandans. Við sjáum það að 10 prósent barna á Íslandi eru á geðlyfjum og það er mjög slæmt,“ segir Anna Gunnhildur.Dýrt fyrir samfélagið Bráðavandinn aukist þannig hratt. 120 börn eru á biðlista til að komast inn á BUGL, þar sem meðalbið er 9 mánuðir. Afleiðingar biðarinnar eru margvíslegar, til að mynda er brottfall barna úr framhaldsskólum í 12 prósent tilvika tengt geðrænum vanda. „Það þarf að ráða sálfræðinga til skólanna svo það sé gott aðgengi á aðstoð í gegnum skóla. Ég held að sá peningur sem við leggjum í það, að hann margfaldist, af því að þessi flókna annars og þriðja stigs þjónusta er mjög dýr fyrir samfélagið. Fyrir utan hvað það er mikill mannlegur harmleikur.“
Tengdar fréttir Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00 „Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52 Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00
„Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52
Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30