15-20 prósent íslenskra barna glíma við geðrænan vanda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. október 2015 18:45 Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. Undanfarna daga hefur orðið mikil vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. Geðhjálp stóð fyrir átakinu Útmeða til að vekja athygli á sjálfsvígum ungra karlamanna, og í kjölfarið skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #égerekkitabú. Margir vilja takast á við vandann en Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir geðheilbrigðiskerfið ekki geta tekið við nema þeim allra veikustu.Fæstir foreldrar hafa efni á því „Og þá horfum við til barnanna, þau eru vanrækt. 15-20 prósent íslenskra barna eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Það er mjög erfitt aðgengi í gegnum skólana og í gegnum heilsugæsluna líka, sem ættu auðvitað að vera þeir staðir sem foreldrar gætu leitað til. Þannig að margir foreldrar standa frammi fyrir því að þurfa að borga 13-15 þúsund krónur fyrir að senda barnið sitt til sálfræðings. Það segir sig sjálft að fæstir foreldrar hafa efni á því,“ segir Anna Gunnhildur. Árangursríkast sé að hjálpa börnunum strax. Það er aftur á móti ekki hægt eins og staðan er í dag þar sem aðgengi að sálfræðingum í gegnum skóla og heilsugæslu sé lélegt. „Þetta auðvitað eykur hættuna á því að það sé verið að ávísa lyfjum á börn. Þannig er verið að reyna að hamla gegn áhrifum en ekki rót vandans. Við sjáum það að 10 prósent barna á Íslandi eru á geðlyfjum og það er mjög slæmt,“ segir Anna Gunnhildur.Dýrt fyrir samfélagið Bráðavandinn aukist þannig hratt. 120 börn eru á biðlista til að komast inn á BUGL, þar sem meðalbið er 9 mánuðir. Afleiðingar biðarinnar eru margvíslegar, til að mynda er brottfall barna úr framhaldsskólum í 12 prósent tilvika tengt geðrænum vanda. „Það þarf að ráða sálfræðinga til skólanna svo það sé gott aðgengi á aðstoð í gegnum skóla. Ég held að sá peningur sem við leggjum í það, að hann margfaldist, af því að þessi flókna annars og þriðja stigs þjónusta er mjög dýr fyrir samfélagið. Fyrir utan hvað það er mikill mannlegur harmleikur.“ Tengdar fréttir Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00 „Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52 Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Fimmtán til tuttugu prósent barna á Íslandi glíma við geðrænan vanda og tíu prósent íslenskra barna eru á einhverskonar geðlyfjum. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þjónustu og úrræði vanti fyrir þennan hóp, og að það enduspeglist í alvarlegri vandamálum síðar meir. Taka þurfi á vandanum. Undanfarna daga hefur orðið mikil vitundarvakning í málefnum geðfatlaðra á Íslandi. Geðhjálp stóð fyrir átakinu Útmeða til að vekja athygli á sjálfsvígum ungra karlamanna, og í kjölfarið skapaðist mikil umræða á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #égerekkitabú. Margir vilja takast á við vandann en Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir geðheilbrigðiskerfið ekki geta tekið við nema þeim allra veikustu.Fæstir foreldrar hafa efni á því „Og þá horfum við til barnanna, þau eru vanrækt. 15-20 prósent íslenskra barna eiga við geðræna erfiðleika að stríða. Það er mjög erfitt aðgengi í gegnum skólana og í gegnum heilsugæsluna líka, sem ættu auðvitað að vera þeir staðir sem foreldrar gætu leitað til. Þannig að margir foreldrar standa frammi fyrir því að þurfa að borga 13-15 þúsund krónur fyrir að senda barnið sitt til sálfræðings. Það segir sig sjálft að fæstir foreldrar hafa efni á því,“ segir Anna Gunnhildur. Árangursríkast sé að hjálpa börnunum strax. Það er aftur á móti ekki hægt eins og staðan er í dag þar sem aðgengi að sálfræðingum í gegnum skóla og heilsugæslu sé lélegt. „Þetta auðvitað eykur hættuna á því að það sé verið að ávísa lyfjum á börn. Þannig er verið að reyna að hamla gegn áhrifum en ekki rót vandans. Við sjáum það að 10 prósent barna á Íslandi eru á geðlyfjum og það er mjög slæmt,“ segir Anna Gunnhildur.Dýrt fyrir samfélagið Bráðavandinn aukist þannig hratt. 120 börn eru á biðlista til að komast inn á BUGL, þar sem meðalbið er 9 mánuðir. Afleiðingar biðarinnar eru margvíslegar, til að mynda er brottfall barna úr framhaldsskólum í 12 prósent tilvika tengt geðrænum vanda. „Það þarf að ráða sálfræðinga til skólanna svo það sé gott aðgengi á aðstoð í gegnum skóla. Ég held að sá peningur sem við leggjum í það, að hann margfaldist, af því að þessi flókna annars og þriðja stigs þjónusta er mjög dýr fyrir samfélagið. Fyrir utan hvað það er mikill mannlegur harmleikur.“
Tengdar fréttir Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00 „Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52 Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Ekkert tabú að vera geðsjúklingur Geðsjúkdómar eru engin tabú. Þetta eru skilaboðin í nýrri samfélagsmiðlabyltingu sem fór af stað í dag. 7. október 2015 19:00
„Ég skammast mín oft fyrir að líða illa því ég gæti haft það verr “ Íslendingar opna sig með það að markmiði að auka vitundarvakningu í sambandi við geðsjúkdóma og uppræta öll þau tabú sem snúa að slíkum sjúkdómum. 7. október 2015 09:52
Gott að fá nafntogaða til að opna sig varðandi geðsjúkdóma Enn ein byltingin á netinu lítur dagsins ljós og veggfóðrar bæði Twitter og Facebook undir myllumerkinu #égerekkitabú. Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir veigamikið að þjóðþekktir einstaklingar stígi fram og opni sig, þar sem þeir gegni oft á tíðum hlutverki fyrirmyndar. 8. október 2015 11:30